Leita í fréttum mbl.is

Nöldurþjóð

Já við höfum miklu meira að segja þegar við getum látið gamminn geysa um allt sem hægt er að finna að hlutunum heldur en þegar við eigum sjálf að leysa úr málum. Fyrst og fremst endurspeglast íslensk stjórnsýsla í ræðutímanum, umræða um stjórnarfrumvörp fer ekki fram í þingsal af stjórnarþingmönnum. Oftar en ekki semja ráðuneytismenn lögin, stundum að eigin frumkvæði, ráðherra trítlar með frumvarp í þingið og engin innanflokks æmtir né skræmtir. Síðan fá sömu ráðuneytismenn oft það hlutverk að skera úr málum eftir eigin lögum. Ég held að það sé eitt brýnasta stjórnsýslumál á Íslandi að öll lög séu samin á Alþingi en ekki út í einstökum ráðuneytum.

Umræða um málin þarf síðan að fara fram í þinginu, nú er ekki tíminn til að detta í sama farið, var ekki helsta ástæðan fyrir kosningunum að við vildum breytingar? Nöldrandi stjórnarandstaða og þegjandi stjórn er ekki það sem við þurfum svo vonandi verður það verulega breytt þegar þingið fer að starfa af fullum krafti.


mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, nei, Lára. Þó að ég sé ekki hrifinn af þeim vinnubrögðum sem þú lýsir, þá líst mér ekkert á að láta alþingismenn um lagasmíðina. Allt of margir þeirra hafa ekki hundsvit á þeirri hlið mála til þess að það gæti gengið. Það er alveg nóg að þeir greiði atkvæði með eða á móti, en hitt gæti aldrei gengið. Það yrðu kannski tvenn lög til á hverju þingi. Og bæði ónothæf.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:14

2 identicon

Góðar kveðjur héðan ...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband