Leita í fréttum mbl.is

Susan Boyle, blaut tuska í andlit snobbhænsna

Hún gekk inn á sviðið, kubbsleg, gamaldags en dálítil skellibjalla. Hún gekk út stjarna. Barn sem varð fyrir skaða í fæðingu, átti erfitt með að læra, hugsaði um mömmu sína sem dó nýverið ríflega níræð. Eftir hvatningu móður sinnar lætur hún loks drauminn rætast og sýnir hæfileika sem eru fágætir. Þetta minnir okkur á að þó við séum ef til vill ekki snjöll á einu sviði þá getum við svo sannarlega verið það á öðru.

Háskólapróf, sparigalli, rúnnaðar útlínur og krúttlegt andlit eru umbúðir, innihaldið er hvað við getum gert. Susan Boyle minnir okkur á það að hvað sem utanumhaldinu líður þá er það sem við getum í rauninni gert það sem skiptir máli.


mbl.is Oprah býður Susan Boyle í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband