29.1.2009 | 12:35
Framboð
Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja Samfylkingin telur góða kandídata. Ég gerði upp strax á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar og sagði frá því á fundi hér á Akureyri að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram aftur. Í aðdraganda síðustu kosninga var ég búin að ákveða að breyta um viðfangsefni búin að vinna við tölvur með einum eða öðrum hætti í nær 30 ár. Því langaði mig að spreyta mig á þingstörfum og bauð mig fram en mitt B plan var að fara í meistaranám (MFA) í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Francisco. Ég hóf námið strax í júní eftir kosningar og nýt námsins til hins ítrasta.
Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.
Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Það er dálítið "umhugsunarvert" að vinnubrögðin á þingi skuli hafa það mikil áhrif á "þingmann" að hann, hugsanlega þeirra vegna gefi ekki kost á sér aftur.
Ætli verði einhver "núverandi þingmaður", sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum, til í að fræða þjóðina um "vinnubrögð alþingis" svo sem eins og síðustu 10 til 12 árin.
Ég hugsa að sú "fræðsla" gæti hjálpað ýmsum að velja "rétta þingmanninn" fyrir ókomin ár.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:41
Mér þykir leitt að þú lesir innlegg mitt svona, það var ekki raunin. Ég fór í framboð aftur eftir þá reynslu og fannst mjög gaman á þingi en hef bara reynslu af stjórnarandstöðuþingmennsku.
Mér finnst hinsvegar tölvuvert skemmtilegra að vera úti í náttúrunni með myndavélina, ég er að verja lokaverkefni og ljúka námi í vor. Ég hef verið að mynda öflun, flutning og geymslu á jarðhitaorku. Mér finnst ekki skynsamlegt eftir að leggja svona hart að mér við nám við eitthvað sem gefur mér svona mikið að fara og gera eitthvað allt annað ef ég kemst hjá því.
Eftir vorið verð ég með MFA gráðuna í ljósmyndun og M.Ed. master í menntunarfræðum og það væri gaman að kenna ljósmyndun sem því miður er ekki kennd á háskólastigi hér á landi sem listgrein eins og í þeim skóla sem ég er í.
Vinir mínir benda mér hinsvegar á að strangt til tekið verði ég komin með fimm háskólapróf og fái ekki einu sinni vinnu á bensínstöð sem þó tókst fyrir mann á "Næturvaktinni";-)
Lára Stefánsdóttir, 29.1.2009 kl. 14:33
Þarf að kíkja í kaffi bráðlega og fá leiðbeiningar um pólitík hér í norð-austur
Nýlega búin að átta mig á að ég bý ekki lengur í norð-vestur þar sem ég þekki hverja "þúfu"
Flottar myndir hjá þér!!
kv, Valgerður
Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.