Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurkjördæmin hafa talað, hvað segja önnur kjördæmi?

Nú hefur Samfylkingarfélag Reykjavíkur lýst sinni skoðun hvað varðar kosningar. Sú skoðun snertir væntanlega Reykjavíkurkjördæmi suður og norður. Eftir eru hin kjördæmin fjögur. Samfylkingarþingmenn úr Reykjavíkurkjördæmunum eru átta og þá eru eftir kjördæmi sem eiga 10 þingmenn á þingi.

Væntanlega munu önnur kjördæmi halda fundi í kjölfar þessarar ályktunar og fara yfir stöðuna um hvort þau eru sammála flokksmönnum úr Reykjavíkurkjördæmunum. Það er þó eilítið flóknara að halda fundi þar, þar sem flokksmenn í Norðausturkjördæmi eru staðsettir frá Djúpavogi til Siglufjarðar, í Norðvesturkjördæmi frá Akranesi til Sauðárkróks að Vestfjörðum meðtöldum og þá síðast Suðurkjördæmi sem nær frá Höfn í Hornafirði til Suðurnesja.

Fróðlegt verður að sjá hvernig formenn kjördæmisráða Samfylkingarinnar í öðrum kjördæmum munu halda fundi í kjölfarið eða hvort höfuðborgin verður látin ein um að hafa skoðanir á þessu máli.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gaman væri að vita í hvaða Samfylkingarkjördæmis"flokki" ég er.  Á sínum tíma var ég stofnfélagi í Suður-kjördæmi,- var örugglega komin á skrá í Samfylkingarfélagi Fjarðabyggðar,- og er þá líklega á skrá í Norð/austurkjördæmi.  ( Flyt greinilega svo ört að ég hef ekki undan að skrá mig úr og í).  Hvar er ég ?????

En er alveg sammála Samfylkingarfélagi Reykjavíkur.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.1.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ekki glóru, en líklega ertu skráð í Samfylkingarfélagið á Akureyri en þetta getur þú kannað hjá skrifstofunni samfylking@samfylking.is

Lára Stefánsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Samræðustjórnmál eru helsta vopn Samfylkingarinnar.

Hvernig stendur annars á því, að varaformaðurinn er bara varaformaður á pappírunum ?

í hvert skipti sem Ingibjörg forfallast, þá er Össur skyndilega orðinn "talsmaður/varaformaður"

Bara smá pæling....

Ingólfur Þór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband