Leita í fréttum mbl.is

Lýsir eigin tilfinningum

Sif Friðleifsdóttir þekkir vel til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og því ekki ólíklegt að sá flokkur hafi oft upplifað hnefa sem líklega var þá ekki úr stáli heldur blár. Líklegt má þá telja að Framsóknarflokkurinn hafi verið skjálfandi á beinunum.

Ég fyrir mitt leyti upplifi Sjálfstæðisflokkinn ekkert skjálfandi heldur einfaldlega að koma sér að verki sem þeir áttu fyrir löngu að vera búnir að. Pressan kom innan þeirra eigin flokks en kannsk hefði hún ekki komist upp á yfirborðið nema vegna þess að flokkurinn er í samstarfi með Samfylkingunni. Samfylkingin hefur skýra stefnu um að fara í aðildarviðræður og taka ákvörðun byggða á staðreyndum en ekki byggt á spádómsgáfum og tilfinningum eins og aðrir hafa yfirleitt gert.

En ég tek að öðru leyti undir hróp þingmanna úr sal sem spurði "hvað viltu sjálf"? Væri ekki ráð fyrir Sif Friðleifsdóttur að ræða í þingsal hvað menn vilja gera í stað þess að vera með eigin fréttaskýringar á öðru fólki og öðrum flokkum. Framsóknarflokkurinn þarf virkilega á því að halda að standa klár á því sem hann sjálfur vill.


mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband