Leita í fréttum mbl.is

Spámaðurinn Steingrímur

Það er varla viðtal við Steingrím J. Sigfússon þessa dagana öðruvísi en hann ítreki að hann hafi sagt hlutina fyrir. Ég velti fyrir mér hvort það þurfi ekki að fara að taka saman hvað þessi glöggi spámaður segir og biðja hann að spá fyrir 2009 í heildina?

Annars væri fróðlegt að heyra hvað annað hann hefur um þetta mál að segja en tjá vondar tilfinningar og eldri spádóma. Taldi hann að ekki ætti að standa við skuldbindingar við fólk af því það væri af erlendum uppruna búsett í öðru landi? Eða hvað snýst þessi vonda tilfinning um?


mbl.is Vond tilfinning fyrir þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lára

Það er hægt að hafa alveg þrælgaman að ykkur samfylkingarfólki sem standið í miðjum flórnum en náið samt ekki að sjá skítinn í kringum ykkur.

Gaman líka að þessarri aðferðafræði það er að hengja bakara fyrir smið.

Getur þú með rökum hrakið það að Steingrímur varaði við þeirri stefnu sem rekin hefur verið á Djöflaeyjunni síðustu ár? Nota bene stefnu sem hefur leitt þinn flokk í miðjan flórinn sem ég vísaði til hér að framan.

Það er að mínu mati ljóst að svona commentum eins og þínum verður að linna þar sem þau gera ekki annað en að undirstrika hverslags voðalegir kjánar Íslendingar eru. Sem dæmi þá er nú ekki hægt að merkja af þínum skrifum hér inni að þú sért mjög gagnrýnin á ástandið á landinu, ónei. Hinsvegar ertu tilbúin að koma fram með háð og spott í garð þess manns sem hefur árum saman talað gegn þeirri aðferðafræði sem skapað hefur það ástand sem nú er á Djöflaeyjunni.

Það er nú eiginlega grátbroslegt að þú sért varaþingmaður samfylkingarinnar í mínu gamla kjördæmi, en nota bene þú hefðir ekki verið varaþingmaður nema vegna þess að gæta átti kynja jafnræðis við skipun listans ef ég man rétt, samandregið segir það að þú komst ekki í það að vera varaþingmaður á eigin verðleikum ónei.

Það væri nú skemmtilegt að þú mótaðir þér gagnrýna skoðun á málefnum lands og lýðs og tjáðir þig svo um þín markmið og hugsjónir þannig að eftir væri tekið.

Tími háðs, spotts og svokallaðs crowd pleasing er liðinn í bili.

Góðar stundir

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:49

2 identicon

Ekki finnst mér innlit IP-Páls málefnalegt. Svo margt er beinlínis rangt og perónuleg aðfararýni (slettur) ekki svaraverðar og aumlegar. En. . . margir fá ritlétti við slíkt og dökka hliðin á Netinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Takk fyrir langt innlegg Páll. Hér eru viðbrögð mín við því. 

Gott að þú hefur gaman af Samfylkingarfólki í þessu erfiða verkefni. Ég hef ekki gaman af neinum í því, mér finnst þetta bara vont.

Ég sé ekki að ég hafi "hengt" neinn í innleggi mínu.

Í innlegginu er ekki verið að segja að Steingrímur hafi sagt hvorki rétt né rangt. Hinsvegar vildi ég heyra meira frá honum um hvað þarf að gera núna í stað þess að hann minni stöðugt á að hann hafi sagt hlutina. Stjórnarandstaða þarf að takast á við nútímann en ekki bara fortíðina.

Ég held að Íslendingar séu ekki meiri kjánar en gerist og gengur með fólk yfirleitt.

Ég varð ekki varaþingmaður á kynjareglu, það er rangt. Aukinheldur var næsti maður fyrir aftan mig í prófkjörinu líka kona. Hvort það þýði að ég hafi verið kjörin að verðleikum skal ég ekkert um segja.

Varaþingmaður hefur ekki neinar sérstakar skuldbindingar aðrar en þær að vera skuldbundinn til að fara á þing ef þingmenn sem hann er varamaður fyrir forfallast. Að öðru leyti eru varaþingmenn að gera það sem þeim sýnist. Ég er í mastersnámi í heimildaljósmyndun og þar er mín orka fyrst og fremst.

Ég hef reynslu af því að vera í stjórnarandstöðu og tel hana mikilvæga. Því finnst mér miklu mikilvægara að fá að heyra hvað formaður VG hefur að segja um málefni nútímans annað en að hann hafi spáð öllu sem gerist. Hann er þingmaður úr mínu kjördæmi og þar með þingmaðurinn minn eins og allra annarra í kjördæminu.

Lára Stefánsdóttir, 17.11.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það synd með hann Steingrím... hann er að mörgu leiti skynsamur en þegar kemur að stjórnmálum er hann þröngsýnn, úrræðalítill og hefur það helst fyrir staffni að gangrýna aðra. Þess vegna er hann dæmdur til áhrifaleysis til framtíðar því hann skynjar ekki bylgjur nútímans og nauðsyn þess að þróast og þroskast. Hann er enn að spila sömu plötuna og 1982 þrátt fyrir að heimsmyndin hafi snúist á hvolf síðan þá.

Ég verð að viðurkenna að þessi plata er ekki á topp 10 hjá mér eða þjóðinni enda aðeins til á vinil og verður ekki endurútgefin.

Gott dæmi um tvískinnung Steingríms er eftirlaunafrumvarpið sem hann af sinni alþekktu ófreskigáfu á framtíðina hefði átt að stöðva en þess í stað hvarf hann af þingi og lét félögum sínum það eftir að samþykkja það.

Hvað varðar það sem Páll segir er það að mestu bull og vitleysa td það að Lára hafi orðið varaþinmaður á kynjakvóta... sýnir að hann veit ekkert hvað hann er að segja.. en það dæmir sig sjálft þegar menn skrifa svona.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.11.2008 kl. 13:10

5 identicon

Sæl Lára, Gísli og Jón Ingi

"Ekki finnst mér innlit IP-Páls málefnalegt", segir Gísli. 

IP-Páll er ekki skráður moggabloggari og því erfitt að gera frekari grein fyrir sér

"Svo margt er beinlínis rangt og perónuleg aðfararýni (slettur) ekki svaraverðar og aumlegar", segir þú Gísli. Þú getur eflaust fengið email, afsakið tölvupóstfangið mitt hjá Láru ef þú vilt ná í mig.Ég ætla ekkert að hnýta í stafsetningar villuna.

Ég ímynda mér það að líkindamálið hafið farið fyrir brjóstið á Gísla en ég get því miður ekki beðist afsökunar á því.

Það var 1 rangt sem ég ritaði og það var eftirfarandi "þú hefðir ekki verið varaþingmaður nema vegna þess að gæta átti kynja jafnræðis við skipun listans ef ég man rétt,"

Mér finnst leiðinlegt að minni mitt hafi svikið mig því það var í forvali Samfylkingarinnar árið 2002 sem að Lára var færð upp fyrir Örlyg Hnefil Jónsson í krafti kynjakvóta. Ég biðst innilega afsökunar á því að hafa bara ekki munað betur. Takið eftir "ef ég man rétt" í því sem ég skrifaði fyrr.

Lára, hvað þú gerir kemur mér ekkert við en ég bara var svo óskaplega barnalegur að halda að fólk í stjórnmálum stæði fyrir hugsjónir og skoðanir og hefði þær jafnvel sjálft.

Eftirfarandi er og átti að vera hvatning til þín.

"Það væri nú skemmtilegt að þú mótaðir þér gagnrýna skoðun á málefnum lands og lýðs og tjáðir þig svo um þín markmið og hugsjónir þannig að eftir væri tekið."

Jón Ingi þú skrifaðir

"Gott dæmi um tvískinnung Steingríms er eftirlaunafrumvarpið sem hann af sinni alþekktu ófreskigáfu á framtíðina hefði átt að stöðva en þess í stað hvarf hann af þingi og lét félögum sínum það eftir að samþykkja það."

Bíddu, bíddu, var hann ekki um daginn að leggja fram frumvarp um afnám eftirlaunafrumvarpsins?

Svo skrifaðir þú

"Hvað varðar það sem Páll segir er það að mestu bull og vitleysa td það að Lára hafi orðið varaþinmaður á kynjakvóta... sýnir að hann veit ekkert hvað hann er að segja.. en það dæmir sig sjálft þegar menn skrifa svona."

Ég er búinn að leiðrétta þetta með kynjakvótann, hvað er það annað sem er bull og vitleysa Jón Ingi?

Merkilegt að hvorki þú Lára né Jón Ingi leiðréttuð mig með kynjakvótann, það er að ég fór rangt með að það hefði verið fyrir síðustu kosningar sem Lára fór upp á kynjakvóta. Það gerðist nefnilega, það var í forvali árið 2002 en ekki fyrir en ekki í forvali árið 2006.

Góðar stundir

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það voru engar reglur um kynjakvóta í þarsíðasta prófkjöri þar var bara kosið um tvö sæti, í síðasta prófkjöri um þrjú. Röðunin í sætin eftir prófkjörið þá, sem og líka síðast, réðist ekki af því hversu nálægt kjörnum sætum aðrir komu.

Svo það er líka röng fullyrðing með kynjakvótann þá. Ég hef aldrei verið færð til í prófkjöri vegna kynjakvóta og reyndar eina kynjafærslan á mínum svæðum var í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri þar sem Ásgeir Magnússon var færður upp fyrir Margréti Kristínu Helgadóttur á kynjakvóta í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar 2006. Þá var kosið um fjögur sæti og hann tók það fjórða á kynjakvóta.

Þú getur síðan haft þá skoðun að ég hafi verið sett í þriðja sætið þar síðast af því að ég er kjéllíng, að ég er Akureyringur eða af því að ég hafi verið besti valkosturinn. Ég hef heyrt allar þær skýringar. En síðast var ég klárlega kosin. 

Já það er alveg rétt hjá þér Páll þegar þú segir:

"Það væri nú skemmtilegt að þú mótaðir þér gagnrýna skoðun á málefnum lands og lýðs og tjáðir þig svo um þín markmið og hugsjónir þannig að eftir væri tekið."

Ég mætti vera miklu duglegri að skrifa, lesa um máefnin, setja mig inn í málin og velta fyrir mér mínum markmiðum og hugsjónum sem tengjast þjóðfélaginu. En það var mitt val að setja námið mitt í forgang á meðan ég er í því og því er ég núna að setja mig inn í "sannleikann" í frétta- og heimildaljósmyndum. Ég er líka að skrásetja öflun, flutning og geymslu á heitu vatni sem endurnýjanlegum orkugjafa. Þessi verkefni eiga hug minn allan og í stjórnmálum er ég það sem ég er - varamaður.

Sem minnir mig á að ég á að taka próf í dag... best að drífa í því;-)

Lára Stefánsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband