10.11.2008 | 00:48
Söguþjóð og kjaftasöguþjóð
Stundum finnst mér þegar ég les fréttir núorðið að ég sé stödd í miðri sakamálasögu, sakamálaleikriti eða bíómynd um sakamál. Eins og títt er um slíkar sagnir þá vil ég fá niðurstöðuna nokkuð fljótt, ég er nefninlega fljót að lesa, leikrit og bíómyndir taka bara par klukkustundir. En nú eru sögurnar, eða kjaftasögurnar alveg stöðugar, ég hef ekki glóru hverjir eru sökudólgar eða ekki sökudólgar og óttast að það komi aldrei síðasta blaðsíðan, tjaldið falli aldrei í leikhúsinu og bíómyndinni ljúki aldrei.
Þar sem við erum orðin skítblönk þjóð og höfum litla hugmynd um hverjir eru hinir seku þá liggur beinast við að rannsaka allt í kjölinn. En þá kemur spurningin um hvort við eigum að eyða því litla sem eftir er af vesælum krónum í að rannsaka hverjir settu okkur á hausinn. Hingað til hafa menn ekki haft mikið erindi sem erfiði í stórrannsóknum og meintir afbrotamenn eru í versta falli sakfelldir á við þá sem stela sokkabuxum í búð.
Öll þessi orka, öll þessi skrif, öll þessi hróp og allar þessar fréttir. Svörin eru alltaf þau sömu, ekki ég, ekki ég, ekki ég. Enginn gerði neitt sem ekki átti að gera og líklega varð þjóðin gjaldþrota bara sisvona óvart. Kannski menn fari bara að bregða fyrir sig gordonsku og segi "sjitt happens".
Niðurstaðan er einföld, traust þjóðarinnar er brostið á fjársýslumönnum, bankamönnum seðla og sjóða ásamt tiltrú á stjórnmálamönnum hvort heldur þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Og hvað gerum við þá?
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
og ekki gleyma fjölmiðlunum og þeim sem þar ráða og eiga.
Átta mig svo ekki á þessari umræðu um sekt stjórnarandstöðunnar. Ég held að sumir þar hafi ekki komið nálægt landsstjórninni síðustu 17 árin ef ekki meir og hafi allan þennan tíma varað við því sem er að gerast og fengið bágt fyrir.
Hjá meirihluta þings hverju sinni, bankamönnum, fjársýslumönnum og fjölmiðlungum og jafnvel stórum hluta þjóðarinnar sem er að vakna núna af værum blundi, allt of seint.
Hver er þeirra sekt ?
101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:04
Hann tók tessa peninga í heimildarleysi. Enn tegar allt varð brjálað og forstjóri og fjármálast fóru að tala um lögreglu og endurskoðendur neituðu að skrifa uppá tetta lét hann millifæra tetta aftur!! Tetta er svona svipað og ef tú stælir úr búð enn fengir séns með að skyla aftur!
óli (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:42
Stjórnarandstaðan á fulltrúa í nefndum, ráðum, stjórnum og tekur virkan þátt í fjölmörgum atriðum stjórnsýslunnar. Ábyrg stjórnarandstaða felst í því að koma með rökstuddar ályktanir í stað slagorða. Það er auðvelt að segja núna að þeir "hafi allan þennan tíma varað við því sem er að gerast og fengið bágt fyrir" þegar athugasemdirnar fjölluðu ekki um hvernig hægt væri að gera hlutina betur á þann hátt að menn vildu kjósa þá til þess að vinna verkin þannig.
Það eitt að vara við án þess að koma með tillögur til úrbóta sem menn telja farsælar þá hefur mönnum ekki lánast að gera það sem þarf. Sá sem stendur ævinlega við götubrún, veifar hnefa og orgar "það mun einhver lenda í bílslysi ef þið haldið áfram að aka svona" mun auðvitað hafa rétt fyrir sér. Það lendir einhver í bílslysi og þá er svo voðalega létt að segja "ég sagði það". En á meðan tillagan til úrbóta var kannski einungis sú að keyra ekki bíl þá er andstaðan tilgangslaust þvaður.
Lára Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:48
Það þarf ekki að leita lengi í skölum Alþingis til að komast að því að fyllyrðing þín er alröng.
Hægt að fara langt aftur í tímann til að finna tillögur frá stjórnarandstöðunni um breytingar á efnahagsstefnu og bent á breytingar.
En þeir sem efuðust í miðju partíinu voru úthrópaðir og fjölmiðlum fannst ekki taka því að segja frá því. Þannig er þessi míta um tillöguleysi stjórnarandstöðunar til komin.
Sagan um manninn á brúnni hrópandi "slys, slys" er rétt vegna þess að aksturslagið var þannig að það gat ekki endað öðruvísi en með stórslysi.
Menn voru bara með bundið fyrir augun. Bæði.
101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:02
Ég fór og fletti upp í stefnu Samfylkingarinnar í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar sem birtist í skjalinu "Jafnvægi og framfarir, ábyrg stefna í efnahagsmálum" en þá var Samfylkingin einmitt í stjórnarandstöðu. Þar segir m.a.
Afar háir vextir, óstöðugt gengi og verðbólga, sem enn er tvöfalt eða þrefalt meiri en 2,5%-markmið Seðlabankans, einkenna efnahagsástandið. Viðskiptahallinn á árinu 2007 verður naumast undir 15% og fer varla undir 10% á árinu 2008. Langvarandi hallabúskapur er áhyggjuefni, því haldi hann áfram lengi enn getur afturkippurinn orðið harður þegar kemur að skuldadögum.
Ég veit að stjórnarandstaðan hefur á öllum tímum verið með tillögur og ábendingar enda er það hennar hlutverk. Og þar með er ábyrgðin hennar líka, það stendur enginn kjörinn maður hjá í þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.
En við fórum úr stjórnarandstöðu í stjórn og vegna þeirrar sérkennilegu aðferðafræði sem viðgengst við stjórn landsins þá er ráðuneytum skipt milli flokka og síðan manna en eftir það virðast áhrif á tiltekinn málaflokk einungis fara eftir þeim manni eða konu sem stýrir honum. Skoðanir Samfylkingarinnar á stefnu og vinnubrögðum Seðlabanka virðast engu máli skipta. Sá sem ritar stefnuna situr í bankaráði Seðlabankans.
Þá kemur grunnspurningin, hvernig stendur á því að allir þeir sem eru á Alþingi, hvort heldur er í stjórn eða stjórnarandstöðu samþykkja þau vinnubrögð sem höfð eru um stjórnsýslu ríkisins?
Lára Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.