Leita í fréttum mbl.is

Söguþjóð og kjaftasöguþjóð

Stundum finnst mér þegar ég les fréttir núorðið að ég sé stödd í miðri sakamálasögu, sakamálaleikriti eða bíómynd um sakamál. Eins og títt er um slíkar sagnir þá vil ég fá niðurstöðuna nokkuð fljótt, ég er nefninlega fljót að lesa, leikrit og bíómyndir taka bara par klukkustundir. En nú eru sögurnar, eða kjaftasögurnar alveg stöðugar, ég hef ekki glóru hverjir eru sökudólgar eða ekki sökudólgar og óttast að það komi aldrei síðasta blaðsíðan, tjaldið falli aldrei í leikhúsinu og bíómyndinni ljúki aldrei.

Þar sem við erum orðin skítblönk þjóð og höfum litla hugmynd um hverjir eru hinir seku þá liggur beinast við að rannsaka allt í kjölinn. En þá kemur spurningin um hvort við eigum að eyða því litla sem eftir er af vesælum krónum í að rannsaka hverjir settu okkur á hausinn. Hingað til hafa menn ekki haft mikið erindi sem erfiði í stórrannsóknum og meintir afbrotamenn eru í versta falli sakfelldir á við þá sem stela sokkabuxum í búð.

Öll þessi orka, öll þessi skrif, öll þessi hróp og allar þessar fréttir. Svörin eru alltaf þau sömu, ekki ég, ekki ég, ekki ég. Enginn gerði neitt sem ekki átti að gera og líklega varð þjóðin gjaldþrota bara sisvona óvart. Kannski menn fari bara að bregða fyrir sig gordonsku og segi "sjitt happens".

Niðurstaðan er einföld, traust þjóðarinnar er brostið á fjársýslumönnum, bankamönnum seðla og sjóða ásamt tiltrú á stjórnmálamönnum hvort heldur þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  

Og hvað gerum við þá?


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og ekki gleyma fjölmiðlunum og þeim sem þar ráða og eiga.

 Átta mig svo ekki á þessari umræðu um sekt stjórnarandstöðunnar. Ég held að sumir þar hafi ekki komið nálægt landsstjórninni síðustu 17 árin ef ekki meir og hafi allan þennan tíma varað við því sem er að gerast og fengið bágt fyrir.  

Hjá meirihluta þings hverju sinni, bankamönnum, fjársýslumönnum og fjölmiðlungum og jafnvel stórum hluta þjóðarinnar sem er að vakna núna af værum blundi, allt of seint.

 Hver er þeirra sekt ? 

101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:04

2 identicon

Hann tók tessa peninga í heimildarleysi. Enn tegar allt varð brjálað og forstjóri og fjármálast fóru að tala um lögreglu og endurskoðendur neituðu að skrifa uppá tetta lét hann millifæra tetta aftur!! Tetta er svona svipað og ef tú stælir úr búð enn fengir séns með að skyla aftur!

óli (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:42

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Stjórnarandstaðan á fulltrúa í nefndum, ráðum, stjórnum og tekur virkan þátt í fjölmörgum atriðum stjórnsýslunnar. Ábyrg stjórnarandstaða felst í því að koma með rökstuddar ályktanir í stað slagorða. Það er auðvelt að segja núna að þeir "hafi allan þennan tíma varað við því sem er að gerast og fengið bágt fyrir" þegar athugasemdirnar fjölluðu ekki um hvernig hægt væri að gera hlutina betur á þann hátt að menn vildu kjósa þá til þess að vinna verkin þannig.

Það eitt að vara við án þess að koma með tillögur til úrbóta sem menn telja farsælar þá hefur mönnum ekki lánast að gera það sem þarf. Sá sem stendur ævinlega við götubrún, veifar hnefa og orgar "það mun einhver lenda í bílslysi ef þið haldið áfram að aka svona" mun auðvitað hafa rétt fyrir sér. Það lendir einhver í bílslysi og þá er svo voðalega létt að segja "ég sagði það". En á meðan tillagan til úrbóta var kannski einungis sú að keyra ekki bíl þá er andstaðan tilgangslaust þvaður.

Lára Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:48

4 identicon

Það þarf ekki að leita lengi í skölum Alþingis til að komast að því að fyllyrðing þín er alröng.

Hægt að fara langt aftur í tímann til að finna tillögur frá stjórnarandstöðunni um breytingar á efnahagsstefnu og bent á breytingar.

En þeir sem efuðust í miðju partíinu voru úthrópaðir og fjölmiðlum fannst ekki taka því að segja frá því.  Þannig er þessi míta um tillöguleysi stjórnarandstöðunar til komin.

Sagan um manninn á brúnni hrópandi "slys, slys" er rétt vegna þess að aksturslagið var þannig að það gat ekki endað öðruvísi en með stórslysi.  

Menn voru bara með bundið fyrir augun. Bæði. 

101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég fór og fletti upp í stefnu Samfylkingarinnar í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar sem birtist í skjalinu "Jafnvægi og framfarir, ábyrg stefna í efnahagsmálum" en þá var Samfylkingin einmitt í stjórnarandstöðu. Þar segir m.a.

Afar háir vextir, óstöðugt gengi og verðbólga, sem enn er tvöfalt eða þrefalt meiri en 2,5%-markmið Seðlabankans, einkenna efnahagsástandið. Viðskiptahallinn á árinu 2007 verður naumast undir 15% og fer varla undir 10% á árinu 2008. Langvarandi hallabúskapur er áhyggjuefni, því haldi hann áfram lengi enn getur afturkippurinn orðið harður þegar kemur að skuldadögum.

Ég veit að stjórnarandstaðan hefur á öllum tímum verið með tillögur og ábendingar enda er það hennar hlutverk. Og þar með er ábyrgðin hennar líka, það stendur enginn kjörinn maður hjá í þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.

En við fórum úr stjórnarandstöðu í stjórn og vegna þeirrar sérkennilegu aðferðafræði sem viðgengst við stjórn landsins þá er ráðuneytum skipt milli flokka og síðan manna en eftir það virðast áhrif á tiltekinn málaflokk einungis fara eftir þeim manni eða konu sem stýrir honum. Skoðanir Samfylkingarinnar á stefnu og vinnubrögðum Seðlabanka virðast engu máli skipta. Sá sem ritar stefnuna situr í bankaráði Seðlabankans.

Þá kemur grunnspurningin, hvernig stendur á því að allir þeir sem eru á Alþingi, hvort heldur er í stjórn eða stjórnarandstöðu samþykkja þau vinnubrögð sem höfð eru um stjórnsýslu ríkisins?

Lára Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband