Leita í fréttum mbl.is

Ferskur vindur Obama

Sigur Obama í forsetakosningum Bandaríkjanna er táknmynd ferskra vinda sem svo sannarlega var kominn tími til að láta blása um landið. Tími afturhaldsafla, tortryggni, hefndar og heiftar er liðinn undir lok og tími vonar, jafnréttis og lýðræðis blikar við sjóndeildarhringinn.

Enginn skyldi þó ætla að Obama muni sem forseti haga sínum seglum til þjónkunar öðrum þjóðum eða skoðunum, hans hlutverk er fyrst og fremst að vinna að hag sinnar eigin þjóðar. Ólíkt fyrirennara sínum hefur hann hinsvegar lýst yfir samstarfsvilja við aðrar þjóðir og bakgrunnur hans er tengist þremur heimsálfum er líklegur til að að vera traustur þekkingargrunnur til að standa á.

Kjör Obama er tákn um jafnrétti og virðingu fyrir mönnum hvaða kynþætti sem þeir tilheyra. Á sama tíma gefur það fjölmörgum von og trú á eigin möguleikum þrátt fyrir þá fordóma sem þeir hafa búið við. Eins og Ingibjörg Sólrún segir þá er það tækifæri Bandaríkjanna til að marka dýpri spor lýðræðis og friðar í heiminum.


mbl.is Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er sammála þér. Það er gleðilegt að hann skyldi ná kjöri og það verður gaman og fróðlegt að fylgjast með.

Svo vil ég fara að fá þig inn á þing mín kæra "gamla" skólasystir! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband