Leita í fréttum mbl.is

Skömmin

Erfiðasta tilfinningin sem ég hef verið að fást við í dag er skömmin. Ég skammast mín fyrir að íslenskir menn hafi gengið svo hart fram í öðrum löndum að þeir hafa svert nafn landsins og þjóðarinnar. Ég hef víða farið og margt séð, í öllum löndum mætti maður virðingu, forvitni að vera frá svo litlu landi og hlýlegum móttökum.

Fyrir nokkrum árum var ég á ráðstefnu í Puerto Rico. Sonur vinkonu minnar þarlendrar hafði staðið sig afburðarvel í háskóla og hlaut setu sem skiptinemi í bandarískum háskóla vegna hæfileika sinna einn vetur. Þar mætti hann hinsvegar andúð vegna þjóðernis síns og var ráðvilltur og jafnvel dálítið reiður að mæta þessum móttökum einungis vegna þess hvaðan hann var. Ég man eftir að hafa setið við virkið San Felipe del Morro og horft á þennan unga mann virða fyrir sér landið sitt sem fyrir mér var sem óraunveruleg paradís. Þá hugsaði ég hversu erfitt það hlyti að vera að mæta vantrú og andúð byggða á því hvaðan maður er.

Nú velti ég fyrir mér hvort ég mæti næst vantrausti, andúð eða háði þegar ég segist vera frá Íslandi. Er búið að taka frá mér að geta sagt með stolti "ég er frá Íslandi" og maður eyði frekar talinu. Hætti að segja frá kostum og göllum en verði þess í stað að þola svipaða andúð byggða á fordómum eins og ungi pilturinn frá Puerto Rico sem enganvegin átti það skilið.

Hvernig lagar maður mannorð heillar þjóðar? Segir þessi færsla söguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er heigulsháttur að skrifa svona og setja ekkert nafn undir og alla vega ekkert mark á því takandi.

Sigurður Þórðarson, 9.10.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Greinin er mjög vel skrifuð og full af sannleika. Það vantar ekkert upp á það.

Ég er samt sammála þeim sem segja að þeir sem ekki haft haft neitt um þessa atburðarás að gera og bera þ.a.l. enga eiga ekki að biðjast afsökunar.

Þeir sem bera ábyrgð eiga að gera það sem og ríkisstjórnin sem þarf að bera uppsafnaða samfélagslega ábyrgð á okkur borgurunum.

Okkur dettur ekki í hug að krefja almenning í Bandaríkjunum um afsökunarbeiðni vegna stríðsins í Írak, það eru stjórnvöld þar, aðallega Bush, sem eiga að bera þá byrði. 

Haukur Nikulásson, 10.10.2008 kl. 11:51

3 identicon

Ég hef einmitt verið að hugsa það hvernig það verður að vera frá Íslandi í framtíðinni.

Einu sinni hitti ég gamlan mann í Danmörku sem úthúðaði mér fyrir það að við Íslendingar hefðum gefði skít í þá í seinni heimsstyrjöldinni og við hefðum vanvirt krúnuna - mér fannst frekar skrítið á þeim tíma (19 ára krakki) að hann skildi álíta eitt stoltasta augnablik okkar þjóðar sem skömm!!

Verð samt að segja að ég er ekki viss um að ég eigi að biðja  neinn afsökunar, ekki græddi ég á útrásinni og það er sáralitið sem ég tapa á kreppunni. Á ekkert nema gömul gefins húsgögn, fötin mín og bækur og ekkert af þessu rýrnar núna. Jú ok bílalánið hækkar en það hafa svo sem önnur lán gert á undan því.

Gott að búa á Akureyri og ég skammast mín fyrir að hafa ekki kíkt í kaffi eða eitthvað álíka - ber við fíkn.....vinnufíkn því ég geri lítið annað en að vinna.

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband