9.10.2008 | 23:05
Skömmin
Erfiðasta tilfinningin sem ég hef verið að fást við í dag er skömmin. Ég skammast mín fyrir að íslenskir menn hafi gengið svo hart fram í öðrum löndum að þeir hafa svert nafn landsins og þjóðarinnar. Ég hef víða farið og margt séð, í öllum löndum mætti maður virðingu, forvitni að vera frá svo litlu landi og hlýlegum móttökum.
Fyrir nokkrum árum var ég á ráðstefnu í Puerto Rico. Sonur vinkonu minnar þarlendrar hafði staðið sig afburðarvel í háskóla og hlaut setu sem skiptinemi í bandarískum háskóla vegna hæfileika sinna einn vetur. Þar mætti hann hinsvegar andúð vegna þjóðernis síns og var ráðvilltur og jafnvel dálítið reiður að mæta þessum móttökum einungis vegna þess hvaðan hann var. Ég man eftir að hafa setið við virkið San Felipe del Morro og horft á þennan unga mann virða fyrir sér landið sitt sem fyrir mér var sem óraunveruleg paradís. Þá hugsaði ég hversu erfitt það hlyti að vera að mæta vantrú og andúð byggða á því hvaðan maður er.
Nú velti ég fyrir mér hvort ég mæti næst vantrausti, andúð eða háði þegar ég segist vera frá Íslandi. Er búið að taka frá mér að geta sagt með stolti "ég er frá Íslandi" og maður eyði frekar talinu. Hætti að segja frá kostum og göllum en verði þess í stað að þola svipaða andúð byggða á fordómum eins og ungi pilturinn frá Puerto Rico sem enganvegin átti það skilið.
Hvernig lagar maður mannorð heillar þjóðar? Segir þessi færsla söguna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Það er heigulsháttur að skrifa svona og setja ekkert nafn undir og alla vega ekkert mark á því takandi.
Sigurður Þórðarson, 9.10.2008 kl. 23:11
Greinin er mjög vel skrifuð og full af sannleika. Það vantar ekkert upp á það.
Ég er samt sammála þeim sem segja að þeir sem ekki haft haft neitt um þessa atburðarás að gera og bera þ.a.l. enga eiga ekki að biðjast afsökunar.
Þeir sem bera ábyrgð eiga að gera það sem og ríkisstjórnin sem þarf að bera uppsafnaða samfélagslega ábyrgð á okkur borgurunum.
Okkur dettur ekki í hug að krefja almenning í Bandaríkjunum um afsökunarbeiðni vegna stríðsins í Írak, það eru stjórnvöld þar, aðallega Bush, sem eiga að bera þá byrði.
Haukur Nikulásson, 10.10.2008 kl. 11:51
Ég hef einmitt verið að hugsa það hvernig það verður að vera frá Íslandi í framtíðinni.
Einu sinni hitti ég gamlan mann í Danmörku sem úthúðaði mér fyrir það að við Íslendingar hefðum gefði skít í þá í seinni heimsstyrjöldinni og við hefðum vanvirt krúnuna - mér fannst frekar skrítið á þeim tíma (19 ára krakki) að hann skildi álíta eitt stoltasta augnablik okkar þjóðar sem skömm!!
Verð samt að segja að ég er ekki viss um að ég eigi að biðja neinn afsökunar, ekki græddi ég á útrásinni og það er sáralitið sem ég tapa á kreppunni. Á ekkert nema gömul gefins húsgögn, fötin mín og bækur og ekkert af þessu rýrnar núna. Jú ok bílalánið hækkar en það hafa svo sem önnur lán gert á undan því.
Gott að búa á Akureyri og ég skammast mín fyrir að hafa ekki kíkt í kaffi eða eitthvað álíka - ber við fíkn.....vinnufíkn því ég geri lítið annað en að vinna.
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.