Leita í fréttum mbl.is

Hugsum um fólk

Nú eru erfiðir tímar sem leggjast misvel í fólk og því nauðsynlegt að hyggja vel að andlegri heilsu landsmanna til að takast á við þau verkefni sem blasa við.

Börn eru hugsandi fólk og því skiljanlegt að þau hafi áhyggjur af ástandi sem þau skilja ekki á sama tíma og foreldrar þeirra eru með miklar áhyggjur. Þar sem ég er í skólanefnd Akureyrarbæjar hef ég skrifað fræðslustjóra og skólanefnd bréf þar sem ég fer þess á leit að kallaður verði saman fundur skólastjórnenda og námsráðgjafa til að ræða hvernig best verður áhyggjum barna og unglinga þessa dagana. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þeim traust umhverfi.

Við þurfum einnig að skoða málefni eldri borgara, ræða við þá og skoða hver þeirra staða er. Hvar er sparnaðurinn þeirra, er hann e.t.v. á einhverjum verðbréfasjóði sem hefur orðið fyrir áföllum. Nauðsynlegt er fyrir öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar að skoða þessi mál vel.

Þar sem Akureyrarbær hefur með heilsugæslu bæjarins að gera þarf að skoða markvisst hvort auka þurfi þjónustu heilsugæslunnar, bjóða upp á viðtöl eða annað fyrir þá sem nú verða fyrir áföllum.

Í framhaldinu þurfum við að skoða vel framkvæmdir bæjarins og önnur viðfangsefni, hvernig best verður að þeim staðið í núverandi stöðu. Áætlaðar gjaldskrárhækkanir þarf að endurskoða í ljósi stöðunnar.

Viðfangsefnin eru mörg, stór og smá fyrir fjölmarga aðila. Það er ekki nóg að sitja og horfa á fréttir heldur þarf hver og einn að skoða nærumhverfi sitt. Ræða við börnin hvort sem þau eru ung eða fullorðin sem og foreldra eða aðra þá sem næst standa.

Nú er fyrst og fremst nauðsynlegt að hugsa um fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sammála þér, foreldrar eru áhyggjufullir lánin hækka og hækka börnin finna það mjög fljótt. Margt eldra fólk sem hafði smá afgang setti það í hlutabréf og trúði að það væri í góðum málum. Það eru margir hræddir við framtíðina þessa dagana.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála ykkur. Hugsum um fólk. Hitt eru "bara" peningar án þess að gera lítið úr nauðsyn þeirra þá er svo margt hægt að draga saman. Það versta sem gerist er að missa veraldlegar eignir og þar á ríkið og samfélagið að grípa inn í. Við erum öll í þessum hvirfilbyl og verðum að krækja höndum saman eins og sjómenn gera ef þeir lenda í hafinu.

Ég finn svo mikla samkennd með fólki og finn hvað mér þykir vænt um fólk. Ræktum það.

Vilborg Traustadóttir, 8.10.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband