Leita í fréttum mbl.is

Breytti Morgunblaðið skólakerfinu?

Vegna umræðu um skrif Matthíasar Johannessen rithöfundar leit ég inn á vefsíðu hans og dáðist að dugnaði við skrifin. Nú hef ég ekki lesið þarna mikið en greinilega ástæða til því skrif hans kasta nýju ljósi á stjórnsýslu Íslands. Hlutverk blaðsins við stjórn skólakerfisins kemur fram í þessum orðum:

 "En hundstungan  er næm og í þessu tilfelli er hún að sleikja upp  álygar sem reynt var að nota gegn mér fyrir nær hálfri öld,því að Alþýðublaðið kastaði þessari lygaþvælu fram á sínum tíma til að koma á mig höggi,þegar  Morgunblaðið var í miðri baráttu til að endurbæta fræðslukerfið og þar með landsprófið.
Með miklum og góðum árangri.

En þá voru svona neðanbeltishögg notuð,ef því var að skipta, eins og í dag. " Tengill í tilvísun.

Samkvæmt þessu hefur dagblað í landinu hlutverk við skilgreiningu á fræðslukerfi landsins og hvernig því er háttað. Nú væri fróðlegt að vita meira um þessa baráttu og hvert hlutverk Morgunblaðsins var í að setja vinnureglur fyrir menntakerfi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nokkuð ofmat Matthíasar á áhrifum Moggans á landsstjórnina. Morgunblaðið hafði meiri áhrif á borgarstjórnina en margir landsbyggðarþingmenn voru tortryggnir út í "Aðalstrætisaðalinn". Í raun furðulegt að enginn hefur bent á þetta. Samskipti Moggans og þingmannanna Egils á Seljavöllum, Matta Bjarna og Jóns Pálma var afar stirð. Síðar bættust við Sverrir Hermans og Jón Sólnes. Magnús Jónsson og Ingólfur á Hellu voru of stórir til að Mogginn réðist á þá. Þessi kafli er óskrifaður en furðulegt að samskipti Moggans við þessa þingmenn skuli ekki vera í dagbókunum. Allir vita svo hverjir voru uppeldissynir Moggans.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Áttu þá við að barátta Morgunblaðsins sem Matthías segir frá sé e.t.v. við sitt eigið fólk innanflokks? Því landspróf og skipan skólamála er klárlega málefni Alþingis og menntamálaráðherra. Hver var aftur menntamálaráðherra á þessum tíma sem Matthías er að tala um?

Ég hef ekki hugmynd um hverjir voru uppeldissynir Moggans, hverjir voru það?

Lára Stefánsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góð spurning um Moggann og skólakerfið.

Næsta spurning: Stjórnaði Morgunblaðið réttarkerfinu?

Jón Halldór Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband