Leita í fréttum mbl.is

Konur og Húsavík

Ég hef aldrei séð jafn margar konur á pólitískum fundi á Húsavík og í kvöld. Það var ánægjulegt en líklega má skrifa það að hluta til á Dofra sem þóttist viss um að þarna yrði bara haugur af körlum en fáar konur. Að vísu tóku þær ekki formlega til máls en þær mættu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra stóð sig afskaplega vel á fundinum, var vel undirbúin og lýsti sínum ákvörðunum skilmerkilega. Heimamenn töldu ekki réttmætt að framkvæmdir vegna orkuöflunar álvers á Bakka þyrfti í heildstætt umhverfismat þegar Helguvíkurframkvæmdir þyrftu þess ekki. Ástæður þess skýrði Þórunn en augljóst að hér er um lögfræðilegt atriði að ræða. Best væri ef allir sætu við sama borð en munur var á stöðu framkvæmda þegar kæra barst og því er afgreiðslan mismunandi.

Verkið mun tefjast við þetta en það byggist alfarið á framkvæmdaaðilum hversu mikið það er og nú er bara að sjá hvort menn þæfa málið á þeim vettvangi eða bretta upp ermar.

Ég vildi að konurnar á Húsavík hefðu tjáð sig með afgerandi hætti í stað þess að láta karlana alfarið um það mál. En við samfylkingarmenn getum verið stolt, allavega var ráðherrann kona;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst mikilvægt að heimamenn fái skýr skilaboð um það að matið fresti ekki framkvæmdum. Mér sýnist það vera aðal áhyggjuefnið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sá á 10 fréttum í gærkvöld að konur hafa ákveðið að skella sér með á fundinn. Það er stórt skref þótt þær hafi ekki tekið þátt í umræðunum. Vonandi gera þær það næst.

Samfylkingin á sér mest fylgi á meðal fólks sem aðhyllist hugmyndir um jöfnuð, velferð, góð menntatækifæri, framsýni í atvinnu og efnahagsmálum og síðast en ekki síst - leggur áherslu á umhverfis- og náttúruvernd.

Um 60% kjósenda Sf eru konur og um 70% þeirra sem í síðasta mánuði sögðust myndu kjósa Sf töldu að ekki ætti að virkja meira fyrir stóriðju (álver).

Dofri Hermannsson, 13.8.2008 kl. 10:19

3 identicon

Umhverfisráðherrann Þórunn Sveinbjarnardóttir hafði engu að tapa með því að fara á fund til Húsavíkur. Niðurstaða fundarins engin og það sem eftir situr að Þórunn svaraði nánast ekki einustu spurningu sem fyrir hana svoru lagðar. Þórunn hélt að hún gæti komið á fund á Húsavík og þaggað niður í heimamönnum en svo var ekki. Hún komst mjög illa frá þessum fundi með því að þvæla málið enn meira, talaði mjög óskýrt um málið og var stundum í þversögn við sjálfan sig. Það er fyrirsláttur að tala um tafir í vikum eða mánuðum en a.m.k. tefjast þær um ár. Það má svo deila um það hvort það sé viðunandi? Öll aðferðafræði ráðherrans er döpur sé litið til þess að allar ákvarðanir sem Þórunn hefur tekið virðast illa ígrundaðar og þær tilkynntar um leið og hún fær hugmyndina. Slíkt er ráðherra ekki til framdráttar.

Gísli virðist ekki hafa kynnt sér málið áður en hann setur fram sína athugasemd. Það liggur fyrir að málið tefst vegna þess að rannsóknir á Þeistareykjum eru settar í sameiginlegt mat. Hver samningsstaða Þeistareykja gagvart Alcoa sé litið til þess að ekki verður heimilt að bora þær tilraunaborholur sem átti bora? Málið er sett í feril sem enginn þekkir og engin fordæmi eru fyrir þess vegna skapast óvissa sem skapar síðan mikla óvissu um verkefnið.

Dofri ætti að kynna sér málin áður en hann leggur hér inn athugasemd. Konur á Húsavík hafa alltaf verið mjög duglegar að mæta á pólitíska fundi og yfirleitt alltaf tjáð sig á þeim. Það gerðist reyndar ekki í gær. Samfylkingin á sér minnst fylgi í þessu kjördæmi og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Dofra því samkvæmt þessu innleggi hans á Samflykingin mest fylgi í konum sem mæta ekki á pólitíska fundi og því síður að þær tjái sig.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband