Leita í fréttum mbl.is

Barnabróðir og systkynamóðir

Mér hefur ekki þótt góð íslenska í kringum það fjölskyldumynstur sem er hér á landi þar sem fólk skilur, giftist aftur, eignast börn og fjölskyldan því samansett á annan hátt en móðurmálið gerir ráð fyrir. Því tel ég að íslenskan hafi stirnað í fjölskyldumálum og hér þurfi að taka til hendinni.

Börnin mín eiga systkini sem ég á ekki og því finnst mér rétt að þau sem eru systir og bróðir barnanna minna séu þar af leiðandi barnasystir mín og barnabróðir minn. Þá hef ég alveg nýtt hlutverk og er systkinamóðir þeirra.

Mér þykir þetta frábær íslenska og mjög þjál. Þar af leiðandi getur maður skilgreint fjölskylduna betur og hvernig hún er tengd manni. þar sem barnasystir mín og barnabróðir minn eiga ekki sömu móður þá geta þau kallað hvort annað systkinabróður og systkynasystur. Mjög fínt að segja líka þetta er bróðursystir mín eða systurbróðir minn.

Verður dálítið flókið í upphafi að venja sig á þetta en ef ég get átt föðursystur hlýt ég að geta átt barnasystur;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, ég á systkini sem eiga öll systkini sem eru ekki systkini mín þannig að ég er þá í raun systurbróðir og bróðurbróðir sem jú hljómar bara ágætlega og er mjög lýsandi.

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:41

2 identicon

Farðu á Dubbel Dusch eftir Björn Hlyn frænda. Það er skemmtun..flókin!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:06

3 identicon

Þetta leysir mörg vandamál, þakka þér fyrir sys. Ég á barnasystkini. Þetta leysir talsvert fyrir dóttur mína sem er hætt að útskýra systkinamóðurbróður sinn og segir hann bara frænda sinn.

Fífa sys (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband