14.3.2008 | 14:30
Ábyrgð barna meiri en karla?
Þessi frétt vekur upp spurningar varðandi ábyrgð barna á gerðum sínum sem við höfum ef til vill ekki verið nægilega vakandi fyrir. Nú geri ég ráð fyrir að málinu verði vísað til Hæstaréttar og þar fáist lokaúrskurður í málinu. Í flestum tilfellum höfum við verið að ræða réttindi barna en ekki skyldur þeirra eða ábyrgð. Spurningin er hvort við höfum með því komið því nægilega vel á framfæri við börn að þau beri ábyrgð á gerðum sínum.Það er þungur baggi að fá 10 milljón króna reikning en það er líka hræðilegt að verða fyrir skaða fyrir lífstíð í vinnunni.
En skoðum þá upphæðina í samhengi við aðra dóma. Í nýlegum dómi (380/2007) hæstaréttar kemur þetta fram:
"Brot ákærða gagnvart Y voru sérlega hrottafengin og langvinn en hann olli henni miklum líkamlegum áverkum og nauðgaði henni. Þá verður litið til þess að hann notaði kjötöxi og búrhníf í atlögunni. Gögn bera málsins með sér að brot ákærða hafi haft í för með sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir Y. "
og síðar í sama dómi:
"Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir."
Þá er spurningin hvort það sé rétt að barn sé dæmt til að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir að skella hurð á kennara og valda honum tjóni en þennan mann til að greiða 1,5 milljónir?
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Langaði bara að skjóta því inn að ég er alveg hjartanlega sammála þessum ummælum þínum.
Mér finnst reyndar alveg að kennarinn eigi rétt á almennilegum bótum, en fyrir dóminn sem þú ert að tala um hér hefði maður viljað sjá amk. eitt núll í viðbót fyrir aftan þessar 1.500.000 krónur...
Mama G, 14.3.2008 kl. 14:37
Guð minn góður, þetta er sérstaklega gróft í ljósi þessa dæmis sem þú nefnir, menn hafa sennilegast verið á fíkniefnum í héraðsdómi þennan dag,
ég held að flestir ættu að vera sammála að bótadómarnir hefðu átt að vera öfugir...
Hvað varðar bætur kennarans, þá á hún á að fá sitt tjón bætt, en ekki af foreldrum stúlkunnar, heldur bænum, ekki á það bætandi fyrir greyið stelpuna sem nú þegar er farin að flýja undan bekkjarsystkinum sýnum að hafa þetta hangandi yfir sér...
Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:42
Mér finnst rangt að meta bæturnar sem að hinn dæmdi þarf að greiða við alvarleika brotsins. Bæturnar eru vegna þess skaða sem að fórnarlambið varð fyrir. Er konan sem að varð fyrir nauðguninni óvinnufær? Eða er kennarinn óvinnufær.
Bæturnar eru ekki refsingin fyrir brotið, bæturnar eiga að bæta þann skaða sem að fórnarlambið verður fyrir og kannski er skaðinn ekki sá sami í þessum tveimur tilfellum, án þess að ég ætli mér að meta það á einhvern hátt. Mér finnst bara eins og þú sért að segja að ef brotið er alvarlegra, þá eigi bæturnar að vera hærri. Það finnst mér rangt, ég vill að refsing viðkomandi eigi að vera í samræmi við alvarleika brotsins, ekki bæturnar. Bæturnar eiga að vera í samræmi við skaðann.
Mér finnst einfaldlega vera að bera hér saman epli og appelsínur. Bætur og alvarleiki brota eiga ekki að tengjast á nokkurn hátt.
Jóhann Pétur Pétursson, 14.3.2008 kl. 14:42
Liggur ekki munurinn á þessum dómum í því að málið gegn kennaranum er einkamál en hitt málið opinbert? Það sem ég á við er að ef þú höfðar skaðabótamál gegn einhverjum, þá færðu yfirleitt hærri bætur en ef um opinbert mál væri að ræða. Enda eru alveg til fordæmi þess að fólk hefur farið í skaðabótamál eftir að hafa unnið opinbert mál og fengið þannig mun hærri bætur en í opinbera málinu. Opinber mál (mál sem höfðuð eru af hinu opinbera) virðast aðallega snúast um að fá menn dæmda fyrir hegningarlagabrot.
Muddur, 14.3.2008 kl. 14:50
Vinnuslys eru metin í dómum hærri en refsigjörðir. Miðað við sama örörkumat þá er þetta svipaður dómur og hrun álstæðar hjá Alcoa. Munurinn er sá að mönnum sést fyrir að kennarar eru launafók. Mér finnst í raun ekkert merkilegt við þennan dóm þó ofurbloggaranum Stefáni Fr, finnist það. Það er ekki lögjöfnun við refsilöggjöfina. Refsiramminn þar mætti alveg vera hærri en málin ósamburðahæf.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:26
Jóhann, það kemur fram í dómnum http://www.haestirettur.is/domar?nr=4974 að konan þjáist af áfallastreituröskun skv. mati sálfræðings og að óvíst sé hvort hún nái sér nokkurn tímann að fullu...
En ég skil samt þinn punkt hérna. Svo fór þessi kona líka bara fram á 2,5M í skaðabætur, þannig að það er auðvitað ekki við því að búast að henni verði þá dæmdar mikið hærri bætur en 1,5M
Mama G, 14.3.2008 kl. 15:44
Mikilvægt er að átta sig á að innleggið eru vangaveltur og svo því sé til haga haldið þá er ég ekki hlynnt auknum refsingum fólks hér á landi. Ég á bágt með því að trúa því að brotamaður hugsi rökrétt áður eða meðan hann fremur brot að það sé allt í lagi því refsingin er svo væg. Ég held ekki að hinn dæmdi karl hefði síður framið sitt brot þó hann vissi að skaðabætur yrðu hærri.
Ég hef ekki nokkurn möguleika á að dæma í máli nokkurs manns þar sem ég þekki ekki allar kringumstæður og varla þó svo væri enda ekki til þess lærð. Mér finnst litlu breyta hvað menn telja sig eiga að fá í bætur, ef dómarar hefðu talið að þessi kona ætti að fá hærri bætur þá hefðu þeir þó átt að dæma henni það sem hún fór fram á.
Það sem ég vil hinsvegar benda á að það eru ekki mörg heimili hér á landi sem bera það að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir brot sem barnið á heimilinu hefur framið. Ég tel samfélaginu ekki til hagsbóta að dæma barn og fjölskyldu þess svo harkalega að það missi allt sem það á. Já og ég hef ekki hugmynd um hvort fjölskylda barnsins á mikla eða litla peninga.
Samanburðardæmi mitt fjallaði einungis um það að munurinn er tífaldur á þessum ólíku brotum. Finnst okkur það réttlátt? Það er umræðan sem ég tel að við ættum að taka. Dómskerfið okkar á jú að byggja á réttlæti.
Lára Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.