Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð á aukaverkum - hvar er hún?

Útboðslýsingar eiga að vera nákvæmnisverk, ekki má gleyma hurðarhúnum, stigum, gluggum, íblöndunarefnum og fleiru. Ég held þó að það sé alger undantekning þegar útboðslýsingar standast 100%. Þá kemur spurningin um hver ber ábyrgð á þeim. Er það stjórnmálamaðurinn sem las yfir útboðslýsinguna sem gerð var af fagmönnum eða fagmennirnir sjálfir. Eiga stjórnmálamenn að vera lærðir húsasmiðir, múrarar, rafvirkjar, málarar eða bara vel verseraðir í öllum iðngreinum til að geta tekið ákvörðun um útboð? Fagmennirnir sem skrifa útboðslýsingarnar virðast ekki hafa mikla ábyrgð en stjórnmálamennirnir eiga að bera hana.

Þegar útboðslýsingar eru þannig gerðar að ýmislegt stórt og smátt gleymist hér og þar þá hefur stjórnmálamaðurinn ekki réttar upplýsingar til að taka ákvörðun. Þegar verkið er komið af stað er illt að hætta við og því verða menn að klára með því að taka fjármagn úr opinberum rekstri sem átti að nota í annað.

Yfirkeyrsla á íþróttastúku í Reykjavík gæti því haft bein áhrif á umönnun aldraðra í Reykjavík, yfirkeyrsla á menningarhúsi á Akureyri hefur áhrif á þjónustu við fatlaða, skólastarf í bænum og allt það sem bærinn vill vera að gera. Peningar eru ekki óendanleg stærð, sveitarfélög hafa ekki óendanlegt fjármagn og því má segja að röng útboðslýsing sem leiðir til ákvörðunar stjórnmálamanna sé í raun hreinn og beinn þjófnaður oft af þeim sem síst mega við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband