Leita í fréttum mbl.is

Blogg og bleksverta

Einhverra hluta vegna virðist sumum í nöp við bloggskrifara og telja þá ritun lakari að virðingu en það sem skrifað er með bleksvertu. Nú er mér hulin ráðgáta hvort það er stigsmunur á því með hvaða verkfæri menn skrifa niður skoðanir sínar. Eru til dæmis verri hugmyndir skrifaðar með Biro penna en Pelican penna? Voru hugmyndir betri þegar steypa þurfti prentmát en þegar hægt er að setja í tölvu?

Eða eru menn ef til vill að tala um að það vanti ritskoðun? Það séu meiri líkur á því að það sé ritskoðað sem fer í dagblöð eða bækur þar sem þá eru ritstjórar eða eftirlitsmenn?

Menn eiga misauðvelt með að setja fram skoðanir sínar í rituðu máli, fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Þeir sem dýrka móðurmálið verða afskaplega tilfinningaríkir þegar menn hafa ekki þá náðargáfu að geta ritað fagra íslensku. Sömu menn tala hinsvegar líka um að aðflutt fólk njóti sama réttar og við hin. Hvernig geta þau það þegar þau hafa annað móðurmál en eru höfð að háði og spotti sé íslenskan þeim ekki kristaltær? Hvað með þá sem eru les- eða skrifblindir, eiga þeir aldrei að segja neitt í rituðu máli? Hafa þeir sem hafa náðargáfu á ritaða íslensku einkaleyfi á að segja sínar skoðanir?

Sumir stjórnmálamenn hafa ekki stjórn á sér þegar þeir fjalla um blogg og telja slík skrif langt neðan sinnar virðingar. Eru þetta þeir sem vilja ekki að alþýðan geti sagt það sem hún vill?

Bloggníðingar eru ritníðingar nútímans þeir eiga að lúta sömu lögum og þeir sem í ræðu eða riti eru dæmdir fyrir orð sín. Orðum fylgir ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Sama hér, alveg hjartanlega sammála. Fólk á líka að vera ábyrgt gjörða sinna hvort sem er í rituðu máli eða á vefsíðum almennt.

Dagbjört Pálsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta.

Kveðjur bestar. 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gott hjá þér - sammála...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband