Leita í fréttum mbl.is

Uppgjöf

Það er erfitt að sjá unga og efnilega stjórnmálakonu gefast upp við sitt fyrsta pólitíska mótlæti. Ósamræmi í gögnum vegna bygginga í götu föður hennar telur hún nóg til að hlaupa frá ábyrgðarstöðu í félagsmálum Akureyrarbæjar. Síst ætla ég að draga úr því að það sé óþægilegt að hæð bygginga við götu sé ekki á hreinu enda þurfa menn að ganga vel frá slíkum gögnum. Þessi tæpi metri sem munar á þakskeggi þess húss sem er hærra og því við hliðina á getur þó ekki verið nægilegur ásteitingarsteinn til að hverfa frá því verki sem menn buðu sig fram til við síðustu kosningar.

Vonandi ná Sjálfstæðismenn að þjappa saman liði sínu því mörg eru verkin í bænum sem þarf að vinna og óþægilegt ef ríkir upplausn hjá samstarfsflokki okkar Samfylkingarmanna í bænum. Nýr bæjarstjóri þarf greinilega að þjappa sínu liði saman og brýna það til verka.


mbl.is Varabæjarfulltrúi hættir í Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér að þetta er slæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En það verður ekki deilt um að þetta blessaða Naustahverfi og allur sá hrærigrautur í kringum breytt skipulag æ ofaní æ er orðið að landlægum brandara því miður. Ég vona að skipulagsyfirvöld bæjarins læri af þessari endaleysu.

Páll Jóhannesson, 30.9.2007 kl. 22:24

2 identicon

Ákvarðanir í skipulagsmálum eru og verða alltaf ágreiningsefni. Þetta verða oft heitustu málin sakir þess að nærlægir hagsmunir og tilfinningar gnæfa yfir hagsmuni heildarinnar. Ákvörðun í skipulagsmálum má oft líkja við spurninguna: Hvort viltu vera skotinn eða hengdur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það kemur oftast fljótlega í ljós hvort fólk hefur bein í að vera í pólitík. Þar eru ekki alltaf jólin og fólk verður að greina milli persónulegra mála og skoðana og þess að það er kosið til verka til að gæta hagsmuna fjöldans.

Þegar þetta tvennt skarast kvarnast úr liðinu og þetta mál er dæmi um slíkt. Það er ekki auðvelt að vera í pólitík þegar mál eru flókin og erfið. Þá gefast þeir upp sem ná ekki að aðskilja þetta tvennt og hætta.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband