Leita í fréttum mbl.is

Stóri bróðir alls staðar?

Ég velti fyrir mér hvort nú sé svo komið í sögu að fylgst er með meira og minna öllum allsstaðar með farsímum og myndavélunum í þeim. Hvar sem er, hvenær sem er getur verið tekin af þér mynd eða upptaka af því sem þú segir. Sumir gætu gert þetta í þeim tilgangi að eiga samræður í jákvæðum eða neikvæðum tilgangi. Myndir til að skrásetja minningar eða niðurlægja. Þessi frétt er eins og njósnasaga með fullt af litlum njósnurum um kennarann sinn og samnemendur.

Þó svo að hér séu nemendur, hver veit hvort samstarfsmennirnir taki myndir af því hverja þú hittir, hvað þú ert að gera og jafnvel af verkefnunum sem þú ert að vinna. Einhverjir gætu freistast til að nýta slíkt til að komast til betri metorða í fyrirtæki, selja leyndarmál til annarra fyrirtækja o.s.frv. Á tímum sem okkar þar sem peningar eru í miðdepli gæti farsími einmitt verið hagkvæmur til að ná markmiðum sínum.

Er Orvells 1984 komið með fullt af leynisveitamönnum með öfluga farsíma í hendinni?

Nú  er spurning hvort það þarf að koma upp hirslum á veggjum skólastofu þar sem nemendur læri að setja símann í hirsluna í upphafi kennslustundar og ná síðan í hann aftur í lok kennslustundarinnar. Síðan er auðvitað hægt að virkja símann í náminu, taka myndir af því sem verið er að læra og sýna heima eða setja á Netið.

Það er eins með þessa tækni og aðra sumir kunna að fara með hana en aðrir ekki.


mbl.is Taka þarf farsíma af nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband