3.9.2007 | 23:08
Óhugnanlegt fyrirbæri
Mér þykir busun ævinlega frekar óhugnanlegt fyrirbæri þar sem það er tiltölulega algengt að eldri nemendur missi stjórn á sér við þennan atburð. Ég hef setið með stúlkum sem urðu fyrir því að eldri piltar káfuðu á þeim í látunum, nemendur látnir éta alskyns ógeð og annað þvíumlíkt. Nemendur eru látnir skríða, hellt er yfir þá óþverra og lætin yfirgengileg. Misjafnt er hvort eldri nemendur yfirhöfuð ráða við atburðarásina þegar hún er komin í gang.
Þegar ég kenndi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla var busun hinsvegar til fyrirmyndar. Tekið á móti nýnemendum með rósum og síðan á busunardaginn sjálfan farið í ferðalag og eitthvað skemmtilegt gert grillað og fleira.
Ég held að það væri meira til sóma að taka vel á móti nemendum þar sem busunin reynist mörgum þeirra æði þungur baggi að bera og hefur jafnvel flæmt nemendur úr skóla eða dregið úr þeim kraft við námið og félagslífið.
Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Veistu minn árgangur fékk helvíti þunga busun í MK, svo þunga að það var varla hægt að kalla næstu tvö ár eftir busun vegna hræðslu við að þetta myndi gerast aftur. Auk þess var ég á svarta listanum og fékk því extra mikla busun. Samt hef ég bara góðar minningar frá þessum atburð.
Enginn skemmtir sér á meðan busuninni stendur, ég var skíthræddur busi á þessum degi en þetta markar tímamót í lífi manns, tímamót sem maður man eftir. Ef ég hefði bara fengið eitt stykki rós hefði ég gleymt eða allavega ekki munað jafn greinilega þessi tímamót.
Það er aftur á móti allt annar pakki ef böðlarnir eru að káfa á fólki, flokkast það ekki bara undir kynferðislega áreitni eða misnotkun á valdi? Það á auðvitað ekki að vera liðið, en í raun kemur það busuninni sjálfri lítið við, þ.e.a.s. nema ef það var planað sem einhverskonar busun sem er auðvitað langt langt langt yfir strikið.
Þar sem ég bý ekki á Ísafirði og þessi frétt er mjög innihalds lítil veit ég ekki hvað fór úrskeiðis eða yfir strikið, en hefð eins og busunin er ekki einungis gerð til að gefa böðlum og öðrum eldri nemendum skemmtun af að níðast á busunum, heldur til að marka þessi tímamót greinilega í lífi fólks svo þau týnist ekki innan um alla þá nýju reynslu sem fólk kann að fara að öðlast. Því þarf að passa að fara ekki að eyða góðum hefðum vegna mistúlkunar þeirra.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:31
Þetta er nú bara Grín Nánar
Björn Emil Traustason, 3.9.2007 kl. 23:34
Ég er sammála Gunnari, sjálf var ég busuð og busaði á Ísafirði og þetta var alveg eins og þetta átti að vera á sínum tíma, ég var niðurlægð og ógeðsleg en ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt í heiminum. Ég þurfti að fara í ískar, fékk á mis ýmislegt ógeð og hárið á mér var ógeð næstu daga á eftir en samt sem áður get ég ekki kvartað yfir neinu. Sumir ganga kannski yfir strikið en það hefur aldrei verið hættulegt eða mannskemmandi og öllum tilvísunum tekið, þó það sé hlustað mismikið á þær.
Fólk á bara ekki að vera að æsa sig yfir þessu eins og óvissuferðinni forðum sem var ekkert nema skemmtiferð þar sem aldrei neitt hafði komið uppá og aldrei hætta á því, þetta er það lítið samfélag að fólk hugsar um hvort annað. :)
Elísabet Rún (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:01
Þessar busunir eru nú orðnar svo lélegar nú til dags, það má varla snerta hár á höfði busanna án þess að þeir kvarti og hlaupi til skólastjóra. Ég er 3ja árs nemi við MÍ, og já ég var að busa, en ég get enganvegin sagt að þetta hafi farið úr böndunum. Það var vissulega stigið með tánna yfir strikið á nokkrum stöðum eins og gerist alltaf. Þetta var svipað og á seinasta ári, og árinu á undan og ég myndi ekki vilja gleyma minni busun því ég held að ég hafi bara aldrei skemmt mér jafn vel, auðvitað líður manni illa meðan að á henni stendur en eftirá lítur maður bara afturábak á þessa reynslu bara sem fínustu skemmtun.
Grímur Daníelsson, 4.9.2007 kl. 08:44
Mörgum finnst reglulega gaman í busuninni það er hárrétt en spurningin hversu miklu má fórna fyrir þá skemmtan. Ég held Gunnar að þú myndir alveg eftir þeim tímamótum að byrja í framhaldsskóla án þess að vera tuskaður til í leiðinni.
Mér kæmi ekkert á óvart þó meirihluti nemenda hefði reglulega gaman af busun og ég hef engar áhyggjur af þeim. En það er stór hluti fólks sem þolir þetta ekki og hún legst þyngra á þá en aðra.
Svo er nú hugmyndaflugið frekar lítið ef ekki er hægt að búa til minnisstæða busun án þess að níðast á fólki.
Lára Stefánsdóttir, 4.9.2007 kl. 10:50
Það eru tveir hlutir sem ég man greinilega eftir í Menntaskóla Lára.
1. Busunin.
2. Árshátíðin á þriðja ári(fór allt svo perfect fram).
Fór á 4 árshátíðir, nokkrar myrkramessur, tillidaga þónokkur böll. Ekkert stendur upp úr nema þessir tveir hlutir. Ef busunin væri gerð að einhverskonar velkomnunarhátíð myndi það ruglast bara saman við allt annað svipað sem gert er eftirá.
Þeir sem hafa ekki orðið fyrir busun skilja hana einfaldlega ekki. Ég sjálfur var fúll yfir að fá ekki busun eins og í Versló(og MR?) þar sem það er bara pylsur fyrir busana eða eitthvað. Á þeim tíma skildi ég ekki mikilvægi busunarinnar eins og svo margir sem fordæma hana útaf þekkingarleysi. Sem kennari geri ég ráð fyrir að þú hafir oftast einungis talað við nemendur rétt eftir busun, sá tími sem allir eru að jafna sig og engum finnst gaman að busuninni ennþá. Það tók alveg 2-3 ár fyrir mig til að geta horft aftur á busunina mína og hlegið.
Ég veit ekki um eina manneskju sem hefur ekki brosað við að hugsa tilbaka um busunina. Ég hef alveg talað við ágætlega marga á mínum aldri um hana, svo ég tel að ég hafi nokkuð gott yfirlit yfir almennan fjölda.
Hugmyndaleysi stafar einfaldlega af takmörkunum skólans. Margar hverjar góðar aðrar vegna hræðslu kennara við að missa allt niðrum sig. Alltaf verið að stoppa(og niðurlægja fyrir framan busana!) böðlana í illa skipulagðri busun.
Eitt sem pirrar mig svo rosalega mikið við allt moggablogg er þetta FOTM attitude hjá öllum. Það besta sem hver getur haft er sínar eigin skoðanir, eitthvað sem virðist hverfa með hverri illa uppsettri grein moggans.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:29
Fólki er frjálst að sleppa við busun.. Það er bara þeirra missir!
http://vilhjalmuringi.blog.is/blog/vilhjalmuringi/entry/302447/
Eins og talað úr mínum munni..
Baldur (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:36
Gunnar svo ég upplýsi um reynslu mína af busun þá fannst mér mín busun bara skemmtileg. Í Álftamýrarskóla var okkur dýft með hausinn ofan í klósettið á staðnum, í Hlíðardalsskóla var mér hent út í á og það einni því ég byrjaði seinna en aðrir og á Bifröst var mér hent ofan í fiskikar. Að vísu stóð busunin þar meira og minna allan veturinn og ég var vinsælt viðfangsefni þannig að það gekk nokkuð nærri en vatnskarið í upphafi var bara skemmtilegt.
Vandinn er einfaldlega sá að það eru ekki allir eins, stúlkurnar sem ég talaði við voru að tala um busun sem var 2-3 árum áður þ.e. þegar þær voru að ljúka námi í framhaldsskólanum og fengu enn hroll yfir piltunum sem káfuðu í klofið á þeim og undir peysurnar.
Hvað varðar umræðu um að sleppa við busun þá er það ekki eins einfalt og menn vilja vera láta. Nemendur eru með nafnalista og eru ekkert að hika við að gera lítið úr þeim sem þurfa að sleppa þessu t.d. vegna fötlunar.
Það er alveg hægt að bleyta í fólki og busa án þess að ganga of langt en því miður áttar ungt fólk sig ekki á hvar á að draga mörkin. Þegar þau eru búin að útbúa sig í grímubúning og sjá um busunina þá missa þau oft stjórn á sjálfum sér og öðrum. Sá sem þarf 2-3 ár að jafna sig á eigin busun til að hlæja að henni ætti að hugsa til þess að fyrir aðra dugar sá tími ekki. Síðan er það fáránlegt að vera með eitthvað fyrirbæri sem særir fólk og flæmir úr skóla.
Lára Stefánsdóttir, 4.9.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.