Leita í fréttum mbl.is

Kópasker, Raufarhöfn - Allir kikna undan flutningskostnaði

Það er mikilvægt að takast á við flutningskostnað og þá ofurskattlagingu sem er á honum. Þetta útspil Sturlu Sjálfstæðisráðherra er ótrúlegt kosningamál því það hefur verið ljóst í fjölmörg ár, um það hafa verið skrifaðar skýrslur og úttektir að landsbyggðin á erfitt með að bjarga sér vegna ofurskatta á flutning. Þetta er ótrúlegt útspil að ætla að reyna að finna eitthvað sérstakt fyrir Vestfirði - það eiga allir á landsbyggðinni í vandræðum.
mbl.is Leitað leiða til að lækka flutningskostnað til Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Niðurfelling strandsiglinga var tvímælalaust vanhugsuð. Tilraun dagsins til að vera ögn málefnalegur. ;)

Með ósk um gæfu og gott gengi á morgun! 

Sigurður Axel Hannesson, 11.5.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Nákvæmlega, mikilvægt að taka á þessu í heild sinni.

Pétur Björgvin, 11.5.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mislukkað fálm útí loftið -

Pálmi Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég á svo erfitt með að átta mig á því hvernig eða hvers vegna flutningskostnaður ætti að jafnast.  Það verður varla gert með öðru en að færa Kópasker og Raufarhöfn. 

Það er einföld staðreynd að það kostar fé að flytja vörur.  Og eftir því sem vegalengdin er meiri, því meira kosta flutningarnir.  Þetta tel ég að ætti að vera öllum ljóst.  Þótt skattar verði lækkaðir af lengri leiðum sérstaklega, þá kosta flutningarnir áfram það sama.  Ríkisvaldið er hins vegar farið að breyta verðinu þannig að markaðurinn telur t.d. jafnhagstætt að vera á Kópaskeri og Húsavík miðað við flutningskostnað frá Reykjavík.  Þjóðhagslega heldur flutningurinn til og frá Kópaskeri áfram að verða dýrari og því verður þjóðhagslegt tap af lækkuninni.

Mér dylst einnig hvernig hægt er að koma að lækkun flutningskostnaðar gegnum skattakerfið.  Varla er hægt að gera þetta með því að lækka olíugjald eða kílómetragjald af flutningabílum.  Fáir þeirra fara beina leið, með fulla lest, frá Kópaskeri til Reykjavíkur eða öfugt.  Flestir fara margar styttri leiðir á leið sinni á áfangastað og losa og lesta vörur á mörgum stöðum á leiðinni.  Um leið og olíugjaldið er lækkað af lengri leiðinni, lækkar það líka á stuttu leiðunum.

Ég hef verið talsmaður þess að hækka olíugjaldið og kílómetragjaldið á flutningabíla og verja skatttekjum, ef einhverjar verða, til þess að bæta vegakerfið.  Vegakerfið ræður ekki við þessa flutninga og þeir eru betur komnir úti á sjó.  Hækkun olíu- og kílómetragjalds á flutningabifreiðar og vörubifreiðar mundi veita strandflutningum samkeppnisstöðu og þannig bæta flutninga til strandbyggða í dreifbýlinu á sama tíma og umferðarþunga og slysahættu yrði létt af þröngum og hlykkjóttum þjóðvegum.

Hreiðar Eiríksson, 12.5.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband