Leita í fréttum mbl.is

Undarlegur munur

Ég tek undir það með Valgerði að það er erfitt að skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að axla ábyrgð á ríkisstjórnarsamstarfinu heldur einungis Framsóknarflokkurinn. En ekkert skal afskrifa, Halldór Ásgrímsson bar sig svona illa fyrir fjórum árum og fylgið seig upp. Framsóknarflokkurinn hefur fleiri líf en kötturinn og gæti blómstrað á kjördag eins og hann hefur oft gert.
mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára, þetta er ekkert skrýtið. Hvernig geturðu kosið þinglið þar sem enginn þeirra var nógu góður til að erfa formannsembættið í flokknum? Halldór sýndi þeim lítilsvirðandi vantraust og það hlýtur að skila sér til kjósenda eða hvað?  Þess utan hlýtur afrekaskráin, sérstaklega Valgerðar, að vera alveg dásamleg fyrir ykkur sem keppið við þau um kjósendur.

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Einsog illa lyktandi korktappi sem flýtur ofan á froðunni!

Auðun Gíslason, 7.5.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Nóg auglýsa þeir formanninn sinn, það mætti halda að hann sé einn í framboði. Formaðurinn að borða, formaðurinn að synda, formaðurinn að strjúka kollinum á börnum og formaðurinn að tala gáfulega. Hinsvegar var hann ekki valinn af fólkinu í flokknum það er rétt, hann er handvalinn af fyrri formanni og eldri en fráfarandi formaður.

Lára Stefánsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég mun seink átta mig á því, hversvegna venjulegt alþýðufólk kýs Sjálfstæðisflokkinn. Sennilega er það einn stór missskilningur eins og þeir segja í Spaugstofunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2007 kl. 08:05

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það vantar ekki nema 1,4 prósentustig upp á að VG og S hafi meira fylgi en stjórnarflokkarnir skv. nýjustu skoðanakönnun. Þetta getur farið á báða bóga - í nóvember og febrúar fengu VG og S hreinan meiri hluta í skoðanakönnun. Ef það gerist á þriggja mánaða fresti og daginn sem við fáum meiri hluta saman næst ber upp á 12. maí ... ja, þá verða breytingar !

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.5.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já þá verða breytingar Ingólfur, en hættan er sú að sá ótti sem alið er á um að enginn geti stjórnað nema núverandi flokkar verði það sem ræður atkvæðinu í kjörklefanum.

Lára Stefánsdóttir, 10.5.2007 kl. 11:18

7 identicon

Bara ein spurning.  Hvernig geta hlutir sigið upp?  Að síga þýðir í máli Íslendinga: Að hreyfast hægt niður.  Aldrei upp.  Aldrei!

Þorvaldur íslenskukennari (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:10

8 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hárrétt Þorvaldur, takk fyrir ábendinguna.

Lára Stefánsdóttir, 11.5.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband