Leita í fréttum mbl.is

Ekki næstu 4 ár

Rétt er það að Greið leið sagðist ekkert verið hætti við en fulltrúar hennar sögðu skýrt að miðað við nýsamþykkta samgönguáætlun þá verði ekki hægt að ganga til verksins. Ekkert hefur breyst í því sambandi og einungis útúrsnúningur að láta málið snúast um hvort Greið leið er hætt að nenna að standa í málinu eða ekki. Ég þekki þá stjórnarmenn þar illa ef þeir gefast upp, en sú samgönguáætlun sem er í gildi er ekki með nægan hlut ríkisins í pottinum til þess að standa undir þeirra hlut.

Svo veit ég ekki betur en að Greið leið hafi verið að reyna að ná eyrum samgönguráðherra í a.m.k. 4 ár svo eitthvað hefur heyrnin lagast nú viku fyrir kosningar ef hann heyrir allt í einu betur í þeim.

En hvað um það, Greið leið á þakkir skildar fyrir að standa í málinu - auðvitað gefast þeir ekki upp enda skal þetta nást í gegn fyrr en síðar.


mbl.is Undirbúningur að gerð jarðganga ekki stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband