Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir alvöru frétt

Ţađ er sannarlega kominn tími til ađ fá alvöru fréttir á Íslandi og hér stígur Morgunblađiđ skref í ţá átt ađ tryggja okkur beinar fréttir utan úr heimi en ekki verksmiđjuframleiddar fréttir stóru fréttastofanna. Systir mín var einmitt ađ rćđa ţađ í gćr ađ hún hefđi veriđ ađ horfa á Al Jazzera fréttastöđina ţar sem fjallađ var um menntamál í Sómalíu og rćtt í ţví samhengi viđ prófessor í háskóla frá Sómalíu. "Ég hafđi ekkert hugsađ út í ţađ ađ Sómalir ćttu háskóla" sagđi hún. Hugsanir okkar eru orđnar svo brenglađar ađ viđ gerum okkur ekki grein fyrir ţví hvađ er ađ gerast víđa um heim.

Ég var í Amman fyrir tveimur árum og rak í rogastans ţegar ég sá ţar flóttamannabúđir Palestínumanna. Ég var illa upplýst, ţarna hafa ţeir veriđ í langan tíma. Ég var í Cluj-Napoka fyrir 6 árum og varđ jafn undrandi ţegar ég sá afleiđingar af ţví hvernig Causescu hafđi byggt íbúđablokkir ofaná fallegum einbýlishúsahverfum. "Viđ máttum bara borđa eitt egg á viku" sagđi Mihai vinur minn ţar, "af ţví meira var ekki hollt". Fyrir sjö árum var ég í Mexíkóborg í tengslum viđ götubarnaverkefni í Kidlink ţar sem ég er sjálfbođaliđi. Ţar hitti ég götudrengi sem höfđu sagt á netinu ađ ţeir byggju í fallegu húsi međ yndislegum garđi og ćttu frábćran hund. Ég sá hálfbrunniđ hús, moldargarđ međ einum kaktus og hund međ gyllinćđ dragandi á eftir sér.

Viđ ţurfum ađ gera okkur grein fyrir lífinu í veröldinni, ekki láta mata okkur á verksmiđjuframleiddum fréttum af útlendingum ađ flýta sér.

Morgunblađiđ á hrós skiliđ fyrir ţessa frétt og megi ţeir ganga lengra á ţessari braut.


mbl.is Tvćr milljónir Íraka hafa flúiđ land
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband