Leita í fréttum mbl.is

Eignaupptaka Sjálfstæðisflokksins

Þjóðlendumálið er með ólíkindum, fólk með þinglýstar eignir jafnvel meira en 120 ár aftur í tímann þarf að búa við eignaupptöku vegna óbilgjarnra aðferða ríkisins. Ég hef sjaldan orðið meira undrandi en á þessu máli þar sem flestir töldu að til stæði að skilgreina land á hálendi Íslands en í staðinn er ríkið með ýtrustu kröfur og heimtar sönnunarbyrði í einhverjum dæmum aftur á landnámsöld. Sjálfstæðismenn hefðu getað staðið fyrir því að breyta lögunum og séð til þess að lagaumhverfið væri með þeim hætti að eigendur byggju við sanngjarna málsmeðferð en það hafa þeir ekki gert. Þrátt fyrir að þeir segist styðja eignarrétt fólks finnst mér að hér sé allt of langt gengið. Býður mér í grun að þeir séu að reyna að sölsa undir sig náttúruauðlindum, setja þær undir Landsvirkjun og selja síðan hæstbjóðanda alltsaman. Erum við til í að selja auðlindir landsins með þessum hætti?

Hvers vegna að skilgreina land sem þjóðlendu og gefa það síðan fyrirtæki sem ætlunin er að selja einkaaðilum? Eru menn til í þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir þetta innlegg Lára. Allir sem hafa einhverja réttlætiskennd verða jafn undrandi þegar þeir fara að kynna sér þessi mál. Sjálfstæðis og Framsóknarmenn hafa í áratugi hamast á ykkur jafnaðarmönnum fyrir ætlaðan vilja til að þjóðnýta allt land og auðlindir sem því fylgir. Svo er það stjórn þessara flokka sem kemur fram með þessum hætti.  Það hafa margir spurt eins og þú hvað liggi þarna að baki. Vitað er að ofstækisfulla skotveiðimenn dreymir um að mega fara óhindrað um þjóðlendur og skjóta að vild. En mig og marga aðra rennir í grun að önnur og meiri hagsmunamál séu þarna á ferðinni og líklegt þykir mér að þú hittir naglann á höfuðið þegar þú nefnir Landsvirkjun til sögunnar. Eftirleikurinn yrði svo auðveldur að selja þetta einhverjum þessara aðila sem eiga orðið allt á Íslandi, sem einhvers virði er að eiga eða jafnvel að gefa þeim það eins og var gert við fiskveiðikvótann.

Þórir Kjartansson, 11.4.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára, þarna erum við líklega bara sammála. Þetta eru alvarlegri mál en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Einkavinavæðing míns gamla flokks er þjóðhættulegur fjandi.

Haukur Nikulásson, 11.4.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já þetta er ótrúlegasta mál sérstaklega í ljósi þess að mönnum var í lófa lagið að laga þetta mál. Mér fannst frekar veikburða málflutningur hjá Sjálfstæðismönnum að þeir hefðu séð til þess að ríkið áfrýjaði ekki dómum en á sama tíma að þeir hefðu enga stjórn á þessu því það væru skil milli löggjafans og dómsvaldsins. Þegar ég var að hlusta á málflutninginn í gærkvöldi minnti það mig á ferðalag mitt til Cluj-Napoka í Rúmeníu þegar vinir mínir voru að útskýra fyrir mér hversu erfitt væri fyrir Rúmena að skilja eigahugtakið eftir framkomu Causescu stjórnarinnar. Ég á ekki skjöl yfir afsöl af húsinu mínu frá landnámi, og ekki heldur frá því að það var smíðað, kannski á einhver opinber stofnun það en mér væri nú heldur brugðið ef ríkið teldi sig eiga eldhúsið mitt.

Lára Stefánsdóttir, 11.4.2007 kl. 23:27

4 identicon

Gerði þetta mál að umtalsefni í blogginu mínu í gær. Þessi eignaupptaka er með þvílíkum ólíkindum að það nær engri átt! Hver fattaði eiginlega upp á þessari vitleysu?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég held að í byrjun hafi enginn gert sér grein fyrir að farið yrði fram með því offorsi sem gert hefur verið. Menn töldu að verið væri að skilgreina landssvæði á hálendinu. Þannig hefur jafnvel ráðherrann sem stóð fyrir frumvarpinu verið því afar andvígur í umræðum á Alþingi þegar Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar krafði ríkisstjórnina svara um málið.

Það vakti athygli mína á fundinum í gær að þar töluðu þrír frambjóðendur Sjálfstæðisflokks, tveir frambjóðendur Framsóknarflokks og einnig tveir frambjóðendur Samfylkingarinnar. Enginn frá Vinstri grænum sá ástæðu til þess að mæta eða ef svo var þá ekki ástæðu til að tala.

Lára Stefánsdóttir, 12.4.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er gott að fólk er að átta sig á þessu. Fram að þessu hafa aðeins þeir sem lenda í þessari eignaupptöku verið að ræða þetta. En nú sýnist mér að málið sé að komast í umræðu og mér sýnist að hér sé Sjálfstæðisflokkurinn sé að undirbúa jarðveginn fyrir eignaupptöku sem undirbýr jarðveginn fyrir einakavæðingu Landsvirkjunar. Hún verður sennilega betri söluvara þegar eitthvað lið er ekki að þvælast fyrir með allskonar eignir og kröfur.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.4.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband