Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í verki

Kosningin í Hafnarfirði sýnir fyrst og fremst vinnubrögð Samfylkingarinnar sem er óhrædd við að beita íbúalýðræði og hlýta niðurstöðum. Gróusögur og rógburður um hættur sem felast í því að fela Samfylkingunni völdin í landinu lyppast niður. Við völtum ekki yfir allt sem fyrir er án þess að hlusta á nokkurn mann heldur vinnum lýðræðislega og gerum mönnum kleift að tjá sig. Það hafa Hafnfirðingar gert og við getum öll verið stolt af þeim. Hafnfirðingar mættu vel á kjörstað, nýttu sér íbúalýðræði og voru óhræddir við að taka ábyrgð á því sem er að gerast í þeirra sveitarfélagi.

Rétt er að þakka Hafnfirðingum fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar.


mbl.is Lúðvík: Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Réttur punktur hjá þér, Lára. Það þarf hinsvegar að halda áfram að þróa leiðir íbúalýðræðis. Sum af vandamálunum eru svipaðs eðlis og við val á fulltrúum, eins og til dæmis í prófkjörum. Vandað sé til sameiginlegrar kynningar og t.d. fjárhagslegur styrkur hagsmunaaðila hafi ekki áhrif á niðurstöðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 31.3.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég er sammála þér Gunnlaugur það þarf virkilega að tryggja að jafnræðis sé gætt við kynningu á málum og ræða vel hvernig íbúalýðræði er best tryggt.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:10

3 identicon

Afstöðulaus, þorlaus, Samfylkingin sannaði það einu sinni enn það sem allir virðast vita. Þeir þora ekki að taka afstöðu, þeir þora ekki skilgreina sig gagnvart málefni sem skiptir máli.  Til hvers að kjósa þetta pakk til stjórnunar, þegar þeir skjóta sér undan þeirri ábyrgð við fyrsta tækifæri 

snillingar (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Kæru "snillingar" er nema von að menn setji svona innlegg ekki nema nafnlaust inn. Það þarf miklu meiri kjark til að beita lýðræði en fela sig í bakherbergjum og taka ákvarðanir og ræða þær helst aldrei við einn né neinn. Ekki þurftu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að ræða við neinn, ekki einusinni eigin þingmenn, til að gera Ísland að aðildarríki að innrás í Írak. Var það mikill kjarkur?

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:32

5 identicon

Og nú mun álverið í Helguvík fá orkuna.

Semsagt endanlega niðurstaðan er:  Mengunin færist nokkrar kílómetra í vestur og Hafnarfjörður missir af 500 milljónum á ári.

Enda sást það berlega að Lúðvík Geirsson var gráti nær í viðtali eftir að niðurstaðan var ljós.

Kalli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:36

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Afstöðuleysi er ekki samasemmerki að lýðræði. Það er ljóst í mínum huga. Menn eins og Jón Baldvin, Guðmundur Árni og fleiri "eðalkratar" hefðu ekki skotið sér undan þessari ábyrgð og lagt hana á herðar öðrum. Íbúalýðræði er að kjósa í stjórnir. Það virkar meðan stjórnir Þora að axla ábyrgð.

Vilborg Traustadóttir, 1.4.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

"Rétt er að þakka Hafnfirðingum fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar." Já, það er alveg rétt hjá þér. En ekki get ég sagt það sama um fulltrúa Samfylkingarinnar.

"Hafnfirðingar mættu vel á kjörstað, nýttu sér íbúalýðræði og voru óhræddir við að taka ábyrgð" Já, það er alveg rétt hjá þér. En ekki get ég sagt það sama um fulltrúa Samfylkingarinnar. 

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 00:53

8 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Væri nú ekki hálfundarlegt fyrir stjórnmálaflokk í hreinum meirihluta að segja "Við viljum hafa þetta svona en þið megið sossum kjósa um það". Ef menn ákveða að fela íbúum að ákvarða niðurstöðu þá gera menn það.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:56

9 identicon

Nei það væri ekki undarlegt, það væri eðlilegt.

Bæjarstjórnin þekkir álversmálið  - og hvernig að það tengist íbúum -betur en nokkur annar aðili.  Þau hafa lesið yfir allar skýrslur og fjallað um málið í meira en ár.  Umhverfisskýrslur, atvinnumat, framtíðarskipulag, íbúaþróunarskýrslur, o.s.frv. o.s.frv.

En þegar kemur að ákvörðun þá hlaupa þau bakvið horn og gefa ekkert upp um hver niðurstaða þeirra var eftir allt þetta ferli. 

Til hvers var bæjarstjórnin að rannsaka álversmálið í eitt ár?  Var það bara til þess að Lúðvík gæti komið fram í fréttum og sagt að hann gæfi ekki upp skoðun sína eftir allan þennan tíma? 

Hver var tilgangurinn Lára?

Ég er ansi hræddur um að það verði lítið um svör hjá þér.

Kalli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:02

10 identicon

Lára, hver er afstaða þín til álversins í Straumsvík, ertu hlynnt stækkun eða ekki? Einföld spurning bíður uppá einfalt svar. Hver er afstaða þín til uppbyggingar á stóriðju, álvers við Bakka á Húsavík?

   Stjórnmálamenn eiga ekki að fela sig á bak við dóm kjósenda í kosningum líkt þeim sem fram fóru í Hafnarfirði. Einstaklingar bjóða sig fram til að hafa afstöðu til og skoðun á málefnum ekki til að ákveða hvenær skal vera íbúakosning eða ekki. Stjórnmála verða að þora að taka ákvarðanir og standa við þær. Það hafa of margir stjórnmálamenn innan Samfylkingarinnar ekki gert heldur falið sig bak við kannanir og dóm fréttamiðla, það er ekkert að gera með slíkt fólk í stjórn, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitarfélagi. Hver er þín afstaða sem stjórnmálamanns til uppbygginar stóriðju?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:25

11 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hjálmar Bogi: Ég er búin að skrifa svo oft um skoðun mína á uppbyggingu stóriðju. Hún fer nákvæmlega saman við stefnu Samfylkingarinnar, það er kominn tími til að staldra við og fara yfir það hvaða svæði við viljum friða og hver við viljum nýta.

Ég er eins og margir aðrir að reyna að bæta mig í umhverfismálum, ganga meira, endurvinna rusl, nýta minni orku, var í liðinu sem barðist fyrir ókeypis strætó á Akureyri, hef barist hatrammlega gegn því að klór, blóði og öðru sé hent í Lónsána sem rennur meðfram friðlandi Akureyrar, úrbætur í sorpmálum á Glerárdal, hreinsun strandlengjunnar við Eyjafjörð og svo mætti lengi telja. Þeir sem skoða myndirnar mínar sjá að ég er mikill náttúruunnandi og ferðast mikið um náttúruna og hef unun af því að taka myndir af henni.

Ég hef hinsvegar orðið miklar áhyggjur af því að umhverfisverndarmál í dag virðast bara snúast um stóriðju, það er verið að vinna víða mikinn skaða sem þarf að taka föstum tökum og ég vonast til að menn hætti að vera einsmálsmenn í þessu.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:30

12 identicon

Svo virðist sem þú Lára ert ekki sammála þínum leiðtoga í kjördæmiu, Kristjáni L. Möller né heldur Einari Má Sigurðssyni. Þú vilt ekki uppbyggingu stóðiðju við Bakka á Húsavík? Svaraðu játandi eða neitandi!

  • Hvaða svæði eru það sem þú vilt friða og hvaða svæði vilt þú nýta í Þingeyjarsýslu?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:20

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæar Lára viltu þá ekki álver á Húsavík? Ef svo er þá bið ég þig velkomna í hóp þeirra sem hafa trú á Húsavík og húsvíkingum án álvers. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 00:22

14 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hjálmar Bogi: Ég vil að það sé staldrað við og farið yfir hvaða svæði á að friða og hver má nýta. Ég hef ferðast mikið um svæðið en þrátt fyrir það á ég þónokkra staði eftir. Ég er ekki með allar upplýsingar um jarðfræði, gróðurfar og annað um þetta svæði né heldur upplýsingar um umhverfisáhrif.

Ég styð stefnu Samfylkingarinnar um að vernda allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljót.

Lífið er ekki já og nei Hjálmar Bogi, ég vildi að svo væri en með því að einfalda alla hluti er hægt að gera hörmuleg mistök þegar allar upplýsingar eru ekki komnar. Við vitum ekki enn hvað mikla orku er hægt að nýta á Þeistareykjum, það sem nú þegar er komið virðist skila heilmiklu. Ef það dugar og hægt er að tryggja að losun kolvetnis rúmast innan Kyoto, OG það er farið í mótvægisaðgerðir þá gæti gengið að hafa þar álver.

Húsvíkingar eru búnir að vera með fjölmargt annað á teikniborðinu til að nýta þessa orku. Fyrst og fremst þarf að nýta orkuna sem styst frá upprunanum og það er einmitt á Húsavík.

Ég er búin að horfa á Húsvíkinga byggja upp hverja atvinnuna á fætur annarri sem er virkilega eftirsóknarverð en ekkert virðist ganga. Það væri svo einfalt að leysa þetta mál ef þeir sem virkilega vilja stuðla að umhverfisvænni atvinnu á landsbyggðinni færu í að vinna að því. Ef allir þeir sem berjast nú gegn álverum færu í staðinn að berjast fyrir vinnu á landsbyggðinni. Hver og einn skoðaði hvort ekki mætti vinna eitthvað af þeim störfum sem eru á þeirra vinnustað gæti farið fram annarsstaðar. Þá væri þessi umræða einfaldlega ekki í gangi. Ábyrgðin í þessu máli er okkar landsmanna allra og menn þurfa að ganga rösklega fram í málinu.

Hlynur;-) Ég hef mikla trú á Húsvíkingum, þeir sem hafa leitað leiða sem ná jafn víðfemt og þeir frá krókódílarækt til framleiðslu á lífrænum efnum, trjávinnslu til fjarvinnslu eru ekkert að gefast upp.

Strákar, það er ekki já og nei í þessu máli, ég vildi að veröldin væri svört og hvít og alltaf væri hægt að segja já og nei, það er svo þægilegt. Reyndar næstum billegt því ef öllu er hægt að svara með já og nei þarf aldrei að ræða neitt, velta neinu fyrir sér og þá finnast ekki bestu leiðirnar. Séu menn á móti álveri á Húsavík er augljóst að verkefnið er að leita allra leiða til að efla byggðina með öðrum hætti. Það er hin eina raunhæfa aðgerð og væri afar gott að sjá menn lyfta litla fingri í þá áttina í staðinn fyrir að tala alltaf um "eitthvað annað" 

Lára Stefánsdóttir, 2.4.2007 kl. 11:47

15 identicon

Viðbrögð þín er heldur aum, þú þorir ekki að taka afstöðu með uppbyggingu á orkufrekum iðnaði, álveri, við Bakka á Húsavík? Það kallast heigulsháttur.

Þú svarar heldur ekki hvaða svæði það eru sem þú vilt friða.

 Það er ekkert að gera með fólk í pólitík sem hefur enga afstöðu og þorir ekki að standa við ákvarðanir sína.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:10

16 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hjálmar Bogi:

1. Ég sagði vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljót.

2. Ég hef sagt:
    a) Fyrir síðustu kosningar sagði ég að álver ætti frekar að vera á Húsavík en við Eyjafjörð.

   b) Ég styð stefnu Samfylkingarinnar um að gera rammaáætlun um náttúruvernd.

   c) Ég tel að kolefnislosun eigi frekar að nýta þar sem samfélagsáhrif eru mest en á þenslusvæði. Það þýðir: ef byggt er álver vil ég að það sé á Húsavík.

  d) Ég vil að farið sé eftir Kyoto bókun, verði búið að nýta allan mengunarkvóta t.d. fyrir sunnan þá er ekki rými fyrir meira. 

  e) Mér finnst þetta skýrt.

  f) Ég hef sagt að þeir sem vilja berjast gegn álveri á Húsavík eigi að berjast fyrir atvinnu og stuðla að henni það er eina leiðin. Það þýðir ekki að tala um "bara eitthvað annað".

  g) Mér finnst þetta ekki heigulsháttur heldur skynsemi.

Lára Stefánsdóttir, 2.4.2007 kl. 13:31

17 identicon

En fótast þér á ísnum Lára "   c) Ég tel að kolefnislosun eigi frekar að nýta þar sem samfélagsáhrif eru mest en á þenslusvæði. Það þýðir: ef byggt er álver vil ég að það sé á Húsavík."

Þýðir þetta að þú styður álver við Bakka á Húsavík? Ef þú kemst í þá stöðu að ákveða hvort það verður gert eða ekki, hver væri þá afstaða þín, það þýðir ekkert að fela sig á bak við "ef byggt verður álver". Ég er að spyrja þig, sem stjórnmálamann, styður þú að byggt verði álver bið Bakka á Húsavík.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:21

18 identicon

Ágætu lesendur

Eins og sést hér að ofan höfum ég, undirritaður og Lára átt í orðaskiptum. Ég vil taka það fram hér að Lára hringdi í mig og við ræddum málin og er það virðingarvert og vel gert af henni. Áttum frábært samtal. Takk fyrir Lára.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:59

19 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Takk Hjálmar Bogi, það var gaman að tala við þig, takk sömuleiðis.

Lára Stefánsdóttir, 2.4.2007 kl. 18:01

20 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þessi hugmynd um að þeir geti stækkað án þess að fá deiliskipulagið samþykkt kom áreiðanlega afar flatt upp á alla og hefur ekki komið fram áður. Hingað til er þetta hugmynd sem ég þekki ekki hvaða möguleika Hafnarfjarðarbær hefur til þess að hafa áhrif á þetta.

Lára Stefánsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband