Leita í fréttum mbl.is

Góð niðurstaða

Mjótt var á mununum en niðurstaðan er góð að því leiti að hún krefur okkur öll til að setjast niður og sjá hvert við viljum halda. Við þurfum að taka okkur tíma í að skilgreina hvaða náttúruauðlindir við viljum vernda og hverjar við viljum nýta. Þetta hefur ekki verið gert heldur anað áfram að því er virðist oft hugsunarlaust.

Ég er stolt af Samfylkingunni í Hafnarfirði að beita íbúalýðræði við ákvörðun þessa máls hún ljáir alþýðu manna rödd sem er lýðræðinu mikilvæg. Niðurstaðan er fengin og við hana verður staðið eins og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson hefur þegar sagt.

Nú er mikilvægast af öllu að ræða saman sem þjóð um hvað við viljum vernda og hvað við viljum nýta. Sumt erum við algerlega sammála um, annað er okkur ókunnugt og þarf því að kynna vel. Með því að skoða málin vel ætti ekki að taka okkur langan tíma að ræða okkur að niðurstöðu. Ég hlakka til þess verks og vona að menn reyni ekki að koma sér hjá því.


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband