22.3.2007 | 21:21
Umhverfisstefna
Ég undrast æ meira hversu fastir menn eru í því að virkjanir séu eina málið þegar ræða á umhverfismál. Ef menn eru til í að lýsa því yfir að þeir séu á móti álverum þá trúa þeir því á sama tíma að þeir séu umhverfisverndarsinnar. Það er hárrétt að það er allt of mikil áhersla á álver í landinu og full ástæða til að hugsa sig tvisvar um álverin eru nú tvö og verða brátt þrjú. Þá er ástæða til að staldra við og huga að markvissri náttúruverndarstefnu eins og við Samfylkingarmenn höfum gert og birtist hér.
Ég vildi gjarnan sjá menn fara að ræða umhverfismál í víðara samhengi, átak í sorpmálum, átak í samgöngumálum, átak í uppgræðslu, endurskoðun neyslunnar og margt fleira. Víðtæk vinna í tengslum við Staðardagskrá 21 er grundvallaratriði við þurfum að taka þetta alvarlega.
Til að losna við ásókn landsbyggðarmanna í verksmiðju þarf einfaldlega að verða sátt um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Höfuðborgarbúar hafa ekki verið tilbúnir til þess heldur skara gráðugir eld að eigin köku og eru svo steinhissa yfir því að menn reyna allt sem þeim dettur í hug til að lifa af á landsbyggðinni. Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor við Háskólann á Akureyri skrifaði athyglisverða grein um misskiptingu launa milli landsbyggðar og höfuðborgar. Hvenær er fólk til í að berjast fyrir landsbyggðinni?
Alls staðar blasa málin við, á Húsavík er fjarvinnslufyrirtækið Landvist sem hefur verið með verkefni fyrir Þjóðminjasafnið en "gleymist" hjá menntamálaráðherra þegar verið er að tryggja fjárveitingar í verkefni. Íbúðalánasjóður niðurgreiðir húsnæði til að gæta þess að selja sjálfur en aðrir ekki þar sem hann getur afskrifað skuldir en heimilin ekki.
Væru menn til að gera landsbyggðinni kleift að lifa af með því að létta skattaáþján af flutningi, auka menntun og koma með skattaívilnanir þá væru menn fyrst að tala af alvöru um það að leysa fólk úr örvæntingarfullri leit að viðfangsefnum til að lifa af. Hví í ósköpunum eru menn ekki til í að byggja neitt upp á landsbyggðinni nema álver - og hvers vegna er eina svarið við því að berjast gegn álverum. Eru menn virkilega svona einfaldir??? Ríkisstjórn Íslands er eitt mesta stórslys sem hefur riðið yfir landsbyggðina á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Höfum við yfirleitt efni á að tala um umhverfisvernd á meðan að við ökum um á bílum í stað þess að nota samfélagslega samgöngumáta, kaupum vörur í umbúðum sem þarf oftast að henda, notum alls konar sápur til að þvo okkur og umhverfið okkar og skilum þeim óbrotnum út í náttúruna, prentum út þúsundir af óþarfa orðum á pappír, hendum þvílíku magni af notuðum tölvum að Súlur eru að verða lítið fjall við hliðina á þeim haug, sinnum því sjaldan að skila rafhlöðum og öðrum eiturefnum af heimilinu sómasamlega í rétt vinnsluferli og dreifum svo flugvélabensíni út um allan heim af því að við höfum ekkert þarfara að gera en ferðast. Allt þetta á við um mig, veit svo sem ekki um aðra en finnst þó að við þurfum að skoða þessa ,,litlu" hluti í eigin barmi, ekki bara ,,stóriðjuna". Góður pistill Lára!
Pétur Björgvin, 22.3.2007 kl. 23:21
Takk Pétur, fín viðbót við pistilinn hjá þér. Þessi umræða um virkjanasinna og telja að umhverfissinni sé andheitið er orðin virkilega skrýtin. Hún er farin að minna mig á ofsatrú og það að menn geti hvítþvegið sig í umhverfismálum með því að berjast gegn álverum. Eina raunhæfa aðgerin til að berjast fyrir álverum á landsbyggðinni er að styðja atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Barátta gegn álverum á höfuðborgarsvæðinu þar sem bæði starfandi álverin eru í dag stendur fyrst og fremst um baráttu gegn græðgi.
Lára Stefánsdóttir, 23.3.2007 kl. 00:20
Takk fyrir gærkvöldið Jón Kristófer, ferlega gaman;-)
Ég vildi að spurningin við álveri á Húsavík ætti sér einfalt svar eins og sumir vilja vera láta þ.e. með einföldu já eða nei.
1. Ég tel að orkuna á Þeistareykjum eigi að nýta heima í héraði en ekki fyrir eitthvað sem gerist á allt öðrum stað. Þetta er grundvallaratriði.
2. Mengun skiptir máli og það fer eftir mengun frá viðkomandi atvinnustarfsemi hver skoðun mín er. Ég get ekki sagt nei ég vil ekki álver en t.d. verið svo hlynnt einhverju öðru sem e.t.v. mengar meira.
Einnig fer það eftir því hvort við eigum losunarkvóta til ráðstöfunar. Verði sá kvóti sem við eigum lausan innan Kyoto bókunarinnar fullnýttur t.d. í Hafnarfirði og Helguvík þá tel ég að við eigum ekki að losa meira en okkur er heimilt og þar með tel ég að álver á Bakka við Húsavík geti ekki orðið að veruleika nema losun verið minnkuð annarsstaðar til mótvægis.
3. Hvar á að nýta mengunarkvótann sem laus er?
Að mínu mati á að nota kvóta sem er til ráðstöfunar þar sem hann nýtist best og núna er það á Húsavík. Þensla á höfuðborgarsvæðinu er það mikil að það væri bruðl að fullnýta kvótann þar sem samfélagsáhrifin eru sannarlega minnst.
Því er skoðun mín sú sama og Samfylkingarinnar að staldra við og gera heildstæða áætlun og nýta mengunarkvóta af skynsemi en ekki vaða út í virkjanir og stóriðjur þar sem erlendir aðilar vilja planta þeim niður hugsunarlaust. Þegar sú áætlun er fyrir hendi er hægt að taka ákvarðanir byggðar á skynsemi og þá er ég til í að gefa þér einfalt svar;-)
Lára Stefánsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:21
Góður pistill Lára - og jafnvel enn betri punktar Jóns Kristófers!
alla (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:51
Nei ég er ekki búin að skrifa undir yfirlýsingu Framtíðarlandsins. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég er ekki hrifin af undirskriftum undir orðlangar yfirlýsingar án þess að þekkja í þaula það sem er á bak við þær og hinsvegar þess að ég skrifa yfirleitt ekki undir hjá þeim sem fylla póstinn minn af auglýsingapósti eða s.k. SPAM sem mér er mjög á móti skapi og hefur eyðilagt gríðarlega fyrir notendum Internetsins. Það má vel vera að ég skrifi undir þegar ég hef haft tíma til að setja mig inn í alla anga yfirlýsingarinnar en það hentar mér ekki sérstaklega vel þegar einhver skrifar orðlanga yfirlýsingu og ásakar þá sem ekki skrifar undir hana að vera á móti efninu. Ef ég skrifaði t.d. orðlanga yfirlýsingu gegn barnaþrælkun sem flestir gætu skrifað undir ætti ég þá í alvörunni að ganga svo langt að segja að þeir sem ekki skrifuðu undir væru hlynntir barnaþrælkun. Mér hugnast ekki þessi aðferð svo einfalt er það og hefur ekkert með skoðun mína á umhverfismálum að gera.
Mér hugnast ekkert sérstaklega álver á Húsavík, ég hef hinsvegar fylgst með Húsvíkingum leitandi logandi ljósi að atvinnustarfsemi. Þeir hafa gert margar tilraunir með mjög umhverfisvæna og góða atvinnu en lítið hefur gengið. Þar hefur skort á raunhæfan stuðning bæði hins opinbera og fjárfesta. Að sumu leyti má segja að búið sé að króa þá út í horn. Ég trúi því að þeir muni leita annars ef það er mögulegt en sé svo ekki þá hafi þeir ekki annan kost og þá mun ég styðja þá. Þeir hafa þó ólíkt öðrum áætlun um bindingu á einhverju af þeirri losun sem hugsanlegt álver stæði fyrir.
Ég held ekki að þetta sé vænlegasti kosturinn fyrir Húsavík en atvinnuástandi á Húsavík væri mjög einfalt að breyta á tiltölulega skömmum tíma ef menn einsettu sér það. Ég hef áður nefnt lítið fyrirtæki sem heitir Landvist sem menntamálaráðherra hreinlega gleymir. Svo er um mörg tækifæri. En það má minna á að það er ekki einungis um hið opinbera að ræða heldur einkafyrirtæki og einstaklinga.
Hversu margir sem hrópa hátt um umhverfismál hafa beinlínis eyðilagt vistvæn störf úti á landi, með eiginhagsmunagirni viljað hafa samstarfsmann í sama húsi og þeir, eða trúað því að ekkert gerist nema á höfuðborgarsvæðinu. Ég vildi óska þess að menn færu að snúa sér að raunhæfum aðgerðum til að tryggja búsetu í landinu á vistvænan hátt í stað þess að hrópa á torgum.
Ég trúi því reyndar að það verði enn frekar þrengt að þegar Kyoto samningurinn rennur út og kapphlaupið nú sé að ná kvótanum til sín áður en það verður. Menn reikna frekar með því að það verði með mengunarkvóta eins og kvótakerfið að þeir sem þegar hafa rétt til mengunar hafi forgang að mengunarkvóta framtíðarinnar. Ég held því að það sé mikilvægt að huga að málum í því sambandi. Já og stöðva allar álversframkvæmdir í bili eins og ég hef áður sagt. Það þarf að skoða málin.
Það er létt að standa langt frá og dæma, en það er erfiðara að mæta á staðinn og horfa á fólkið sem spyr hvað á ég að gera? Því finnst mér ærin léttamennska í þessari umræðu - raunhæfar aðgerðir felast í að tryggja t.d. störf án staðsetningar, efla atvinnu á landsbyggðinni þar sem fólk getur lifað í sátt við náttúruna. Á Íslandi er ein almesta þétting fólks á einum stað, fáránlegt í ljósi þess að við erum virk eldfjallaeyja. Við þurfum að nýta landið og njóta þess á skynsaman hátt. Ef allir tækju sig saman og stuðluðu að því að byggðir landsins gætu lifað sómasamlegu lífi væri þessi umræða óþörf. Einnig þarf að græða landið heilmikið, gríðarlegt sandfok á sumrum er óhugnanlegt, vegaframkvæmdir á óbyggðum svæðum eru engar og það eflir utanvegaakstur og skemmdir á landinu. Menn eru ekki að hugsa þessi mál alla leið að mínu mati.
Lára Stefánsdóttir, 28.3.2007 kl. 15:04
Nei ég svaraði ekki spurninguna um Kárahnjúka og Reyðarfjörð því ég veit það sannast sagna ekki. Þetta er hreinlega orðið og næstu upplýsinar sem mér þykja mikilvægar koma frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri sem eru að rannsaka samfélagsáhrif framkvæmdanna. Það er auðvelt að vera vitur eftirá þegar frekari upplýsingar liggja fyrir en gerðu þegar ákvarðanir voru teknar. Rétt eins og forystumanni VG þóttu ákveðnar stóriðjur eftirsóknarverðar en telur svo ekki lengur. Því er rétt að staldra við og sjá hvernig þetta kemur út þegar rannsóknir hafa farið fram.
Lára Stefánsdóttir, 29.3.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.