Leita í fréttum mbl.is

Of löng próf

Spurningin er líka hvort prófin eru einfaldlega of viðamikil þannig að vinna við að fara yfir þau séu einfaldlega óviðráðanleg. Auðvitað eru sumir latir að fara yfir próf en getur verið að það ætti að huga að breyttri próftöku? T.d. taka prófin rafrænt og hafa krossapróf sem hægt er að fara sjálfkrafa yfir. Stytta prófin held ég að sé líka umhugsunarefni.
mbl.is Kvarta til umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ekki bara sleppa þeim alveg? Myndi leysa allan vanda.

Stefán Karl Harðarson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ég held að það sé mikil einföldun að halda að prófin séu of löng. Í flestum tilvikum er að ræða seinagang af hálfu kennara, og yfirgrip prófanna má ekki verða minna eftir því. Það einfaldlega rýrir inntak þeirra og veitir ekki góða yfirsýn á kunnáttu nemenda, allra síst í 100% prófum sem spanna fjölda eininga. 

Auk þess sem krossapróf eru alls alls alls ekki allra, og alveg einstaklega lélegur mælikvarði á þekkingu fólks í sumum tilfellum. 

Svo er hinsvegar annað mál hversu vel kennurum er greitt fyrir álagstíma á yfirferðartímum, auk þess sem það væri e.t.v. góð lausn að borga aðstoðarfólki fyrir að aðstoða við yfirferðir. 

Dagbjört Hákonardóttir, 3.2.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Rétt Dagbjört, auðvitað eru sumir bara með seinagang eins og ég nefndi en ég velti samt fyrir mér próffræðinni hvort kennari nái ekki að meta þekkingu nemenda sinna þó allt námsmatið fari fram í einu prófi. Ég man eftir fjögurra tíma prófum sem ég tók og ég er ekki viss um að tíminn hafi verið sá þáttur sem skipti meginmáli til að kanna þekkinguna til fulls. Krossapróf eru ekki allra og henta misvel eftir námsgreinum en við Íslendingar höfum ekki notað þau mikið. Svo er líka um annað námsmat, t.d. eru nemendur mislengi að skrifa, sumir eiga erfitt með að skrifa skiljanlega og síðan spilar inn í alskyns fötlun við að koma þekkingu sinni á framfæri í skrifuðum texta í prófi.

Við gætum án efa hagnýtt krossapróf meira en þá má ekki gleyma því þó að kennari sé fljótari að fara yfir þau þá er miklu meiri vinna að búa þau til en hefðbundin próf.

Hvað varðar greiðslur til kennara og aðstoð við yfirferð prófa þá er það annar þáttur en varla hægt að segja að kennari megi vera seinni að fara yfir af því hann fær illa greit. Það er kjaramál og baráttan um betri kjör sem ég efast ekki um að háskólakennarar þurfi á að halda þá er ekki hægt að menn séu í "kjarabaráttu" við að vera lengi að fara yfir próf.

Lára Stefánsdóttir, 4.2.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband