Leita í fréttum mbl.is

Tímamót

Það er mikill fengur að því að efla dreifikerfi RÚV þannig að dreifðar byggðir og sjómenn geti nú notið dagskrárinnra. Það er mikilvægt að landsmenn til sjávar og sveita hafi gott aðgengi að fréttum, þáttum og dægurmálum hjá Ríkisútvarpinu og því er þessi samningur tímamót fyrir það fólk sem núna býr við stopult samband við RÚV.

Spurningin er hvort megi ekki notað þennan gervihnött og þetta samband til þess að tryggja dreifbýlingum og sjómönnum öflugra Internetsamband. Var það rætt í þessu samhengi? Það væri fróðlegt að vita.

 


mbl.is Samið um dreifingu dagskrár RÚV um gervihnött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hmmm eru hnettirnir enn svona slök tækni. Er það þá líka ennþá þannig að móttökudiskurinn þarf að vera á stærð við stöðuvatn ef maður vill tvíátta samband?

Lára Stefánsdóttir, 2.2.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Sóli

Ekki er ég með "spekka'na" á hreinu yfr þessa blessaða gervihnetti, en þetta er ekkert ósvipað því og ég hélt - það er trúlega ekki boðið upp á upstream/unlink samband við þessa gervihnetti nema þá einungis eitthvað sem hentar aðeins fyrir talsamband (til þess voru þessir gervihnettir nú einu sinni settir upp til að byrja með - til þess að þjónusta norska borpalla með talsamband.)

Sóli, 2.2.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Sóli

Hver man ekki eftir því þegar að Iridium fór af stað með hnattræna gervihnattasímann?  Þetta fyrirtæki var dauðadæmt á sínum tíma, en þeir eru ennþá til (voru keyptir upp fyrir ekki nema 25 milljón dollara eftir gjaldþrot með eignir metnar upp á 6 milljarða dollara!)

Í dag bjóða þeir upp á þjónustu sem heitir Direct Internet 2.0, þar sem að maður á að komast á netið hvar sem er í heiminum (fyrir utan s.k. "læst" svæði).
   Allt gott með það, nema hraðinn: Uplink og downlink - 2,4 kbps !!!  Það er ekki "nema" nokkuð þúsundfalt hægvirkara heldur en það sem xDSL tengingar bjóða upp á í dag, eða s.s. svipaður hraði eins og var í boði með upphringiaðgangi allt fram að 1990 !

Sóli, 2.2.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hraði er grundvallaratriði, ekki er hægt að nota eitthvað sem er of hægvirkt og þá er það í mínum huga að tæknin er ekki komin nógu langt. En allavega getum við verið sammála um að þetta er nauðsynleg lausn fyrir sjómenn á hafi úti.

Lára Stefánsdóttir, 3.2.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband