Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju!

Flott hugmynd af afmæli hjá Árna og alveg í hans anda. Hitti hann nokkrum sinnum þegar við vorum á upphafsdögum Íslenska menntanetsins og menn að reyna að ná áttum í hvað Internetið er. Þegar aðrir horfðu á mann háðulega þá var Árni leitandi og velti þessum málum fyrir sér og sá ýmsa skemmtilega fleti. Alltaf gaman að tala við hann.

Þeir hefðu mátt taka Árna sér til fyrirmyndar yfirstéttarstjórnendur Pósts og Síma á þessum tíma sem ég reyndi að fá að vinna fyrir í staðinn fyrir að vera að leggja mestan tíma í Telia (sænska símann). Hitti þá á sýningu í Genf 1995 þar sem þeir stóðu í fínu jakkafötunum sínum og hringluðu koníaki í glasi, horfðu rosalega langt niður á mig og einn sagði "Það verður aldrei neitt úr þessu Interneti væna mín". Og snéri síðan í mig bakhlutanum og sötraði konjakið. Aldrei hefur mig langað eins til að eiga myndskeið úr lífi mínu eins mikið og af þessu atriði. Óborganlegt og klár lýsing á því hugarfari sem tröllreið þeirri fornaldarstofnun.

En ekki vissi ég að Árni væri jafn gamall mér, hélt hann væri yngri;-)

Ef einhver les þetta og hittir Árna blessuð sendið honum mínar bestu afmæliskveðjur!


mbl.is Sautján hljómsveitir í fimmtugsafmæli Árna Matthíassonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóli

Þetta þykir mér frekar einkennilegt - þetta með Internetið og þessa stjórnendur hjá Pósti og Síma árið 1995.
   Ég hefði nú haldið að árið 1995 hefði Internetið og veraldarvefurinn verið kominn á það mikla ferð að stærri fyrirtæki hefðu nú átt að átta sig á því hvað væri í gangi, hvað þá þau fyrirtæki sem að eru og voru í þessum bransa, og sérstaklega í ljósi þess að árið 1995 voru heil fjögur ár liðin frá síðan að HTML "varð til" og Tim Berners-Lee bjó til netvafrann eins og við "þekkjum" hann í dag (þó að megi segja að Mosaic forritið frá NCSA sem kom út árið 1993 hafi eiginlega verið fyrsti alvöru grafíski vafrinn í þeim skilningi.)
   Í það minnsta minnist ég þess ennþá vel, hvernig vefsvæði Yahoo leit út um þessar mundir (satt best að segja hlægilegt miðað við hvernig t.d. bara einföldustu bloggsíður eru í dag!)

En jæja, við vitum nú öll hvernig fór, og því skal ég sko trúa að það væri óborganlegt að eiga upptöku, alveg sama á hvaða formi sem er, af þessari merkilegu yfirlýsingu...

Sóli, 1.2.2007 kl. 02:58

2 identicon

Þessi saga hennar Láru getur varla hafa átt sér stað 1995.  A.m.k. er hún ekki í samræmi við það sem Ólafur Tómasson sagði við mig 1994. 

Ég skrifaði um tölvumál í viðskiptablað Morgunblaðsins á þessum tíma og ræddi því við ýmsa menn í þjóðfélaginu um tölvumál og internetið og skrifaði helling af greinum.  Í febrúar 1994 birtist greinin Internetinu kastað þar sem ég fjallaði um þá öru þróun Internetsins.  Stuttu áður birtist greinin Hraðbraut upplýsinganna, þar sem stefnu Clintons og Gores var lýst.  Og bæði fyrr og síðar skrifaði ég nokkrar greinar um hliðstæð efni.  Það hefði þurft virkileg þurs (sem svo sem voru mörg í þjóðfélaginu á þeim tíma) til að af neita tilvist internetsins.  Sjálfur kynntist ég rafrænum samskiptum um samtengd net, þegar ég var í námi í Bandaríkjunum 1986 til 1988 og notaði þau svo við störf mín alveg frá 1989 hjá Tölvutækni Hans Petersen hf.

Stóran hluta tölvupistla minna (þ.e. þá sem ég á á tölvutæku formi) má lesa á heimasíðu minni www.betriakvordun.is undir Greinar og efni/Tölvuskrif fyrir Morgunblaðið.

Marinó G. Njálsson

Marinó G. Njálsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég man eftir landssíma þar sem upphringimótöld voru bönnuð með lögum vegna þess að prakkarar gætu hugsanlega valdið ónæði með því að láta þau hringja í fólk og trufla símkerfið

Þessi sami landssími tók ekki við umsókn systur minnar um faxnúmer þegar hún reyndi að senda þeim hana með faxi.  "Þú verður að koma með umsóknina niður á skrifstofuna á Austurvelli".

Kári Harðarson, 1.2.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hmmm ekki 1995 Marinó, við skulum nú sjá, ég byrjaði að vinna fyrir Telia 1994 og vann fyrir þá til 1996, þetta var á ráðstefnu í Genf sem mig minnti að hefði verið stuttu eftir áramótin 1995, hvort þetta var stuttu fyrir áramótin skal ég þó ekki hengja mig uppá. Síðan er allt önnur saga hvort allir yfirmenn hjá Pósti og síma hafi verið sannfærðir á þessum tíma eða þeim hafi bara þótt þessi bjánalega kerling leiðinleg og verið að hæðast að henni. Það má svosem vel vera en fyrirlitningin var afskaplega raunveruleg og ég var harla sneypt þegar ég fór úr básnum hjá þeim sem bæði hafði mynd af Gullfoss og Geysi ásamt huggulegri mynd af Cancat 3.

Það var skrýtið að labba síðan yfir til Telia sem voru til í að borga ferð undir mann til Genf til að ræða við sjónvarpsteymi í básnum þeirra. Ég held þó að upptakan atarna hafi varla verið notuð nema fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Ég man allavega að þeim þótti norrænan mín skondið tungumál. Mér þótti hún ekki verri en Smálendingsins sem ég átti í mestu vandræðum með að skilja og voru vart meiri af minni hálfu en VA???

Lára Stefánsdóttir, 2.2.2007 kl. 00:18

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Sólinn: Andreu man ég vel eftir virkilega skemmtileg stelpa, hvar er hún í veröldinni í dag? En ég er ekki viss um þig en það voru margir sem löbbuðu við og hringdu en mér þótti alltaf jafn gaman að sjá þegar þeir komu inn á Netið. Það sem mér er minnisstæðast frá þessum tíma er krafturinn og eljan sem svo margir Íslendingar lögðu í Netið á þessum tíma. Við vissum ekki 1992 þegar við byrjuðum hversu framarlega við vorum og við lentum í alskyns ævintýrum sem væri gaman að skrifa niður bara til að muna þau. Ég man þó eftir að ég var uppfull tilhlökkunar þegar Internet Society News birti eftir mig grein en nánast grenjaði þegar þeir sögðu höfundinn Art St George og minntust ekki á mig einu orði. Art svaraði ósk minni um leiðréttingu að þetta hefðu verið mistök en allir sæju að ég hefði skrifað greinina af því ég væri svo fræg... meira bullið ... ég fræg ... huh.

Lára Stefánsdóttir, 2.2.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ef einhver sagnanördinn hefur áhuga þá eru greinarnar mínar um upphaf Netsins hjá Ísmennt flestar hérna. Ég hætti að mestu að skrifa 2002 svo ég er ekki með tengil í þetta lengur en mætti sossum taka meira til á síðunni minni. En kannski ætti maður að búa til þáttinn "sagnfræði" þarna.

Lára Stefánsdóttir, 2.2.2007 kl. 00:28

7 Smámynd: Sóli

Fyrirgefðu Lára, en ég geri ráð fyrir að þú hafir verið að svara honum Guðmundi Jónssyni þarna ofar, en ekki mér.  Þú hefur víst farið "línuvillt" eða eitthvað álíka...

Annars man ég vel eftir því þar sem að þú varst oft að skrifa pistla og greinar þegar ég vann hjá og/eða með þér í Menntaskólanum hérna í "den".

Sóli, 2.2.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband