Leita í fréttum mbl.is

Þegar sá þriðji kemur

Þar sem berdreyminn maður sá þrjá ísbirni má leiða líkum að því að þegar þriðji björninn kemur verði menn komnir með þekkingu og reynslu af því að taka á móti þessum dýrum. Nauðsynlegt er að til sé aðgerðaáætlun og menn búnir að koma sér saman um hvernig á að bregðast við.

Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að ekki er fylgst nægilega vel með ísröndinni því ef tveir ísbirnir eru hér nú er þá ekki möguleiki á því að þeir séu fleiri fjarri byggðu bóli en ferðamenn geti rekist á þá í sumar. Ég hvet menn því til að fljúga yfir þær strendur sem möguleiki er á að ísbirnir geti hafa tekið land og sjái hvort fleiri eru á ísnum hér úti fyrir sem gætu synt í land. Það er allt of mikil áhætta fólgin í því nú í sumarbyrjun að skoða þessi mál ekki ítarlega fyrst annar ísbjörn finnst á svo skömmum tíma.

Sá þriðji á ekki að koma okkur á óvart og það á ekki að hætta því að þriðja barnið sem hugsanlega verður fyrst til að sjá ísbjörn muni sleppa óskaddað frá lífsreynslunni.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég hef töluverðar áhyggjur af ljósmyndurum sem gera sér tíðförult á útnes til að mynda seli....eins og þú kannski veist.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband