Leita í fréttum mbl.is

Hátíđabullur

Ţegar blásiđ er til hátíđar á Akureyri er eins og hluti manna missi stjórn á sjálfum sér og allt verđur vitlaust. Annađhvort eru ţađ innanbćjarmenn sem fá sjokk viđ ađ sjá alla utanbćjarmennina eđa utanbćjarmenn sem halda ađ ţeir geti hagađ sér eins og ţeim sýnist ţegar ţeir eru ekki heima hjá sér.

Ég er ađ mestu búin ađ vera á tónleikum AIM festival um helgina Magnús Eiríks og hans fólk frábćrt sérstaklega Hrund Ósk Árnadóttir sem er flottasta söngkona sem ég hef heyrt í lengi. Hoodangers frá Ástralíu voru frábćrir, Retro Stefson komu á óvart međ kraftmikilli tónlist, Mugison skemmtilegur ađ vanda sem og Helgi og hljóđfćraleikararnir. Víkingur Heiđar Ólafsson var galdramađur á píanóiđ og Módettukór Hallgrímskirkju frábćr.

Ég hef hinsvegar lítiđ orđiđ vör viđ Bíladaga ţó mađur heyri bílvélar rembast í bćnum öđru hvoru.  Ég vil fortakslaust hafa hátíđir á Akureyri en ţađ er ekki skátastarf ađ sjá um stjórnlaust fólk. Hvernig dettur fólki í hug ađ Akureyrarbćr, skátarnir eđa hjálparsveitir sjái um slíkt??? Eru Reykvíkingar t.d. farnir ađ kalla til skáta til ađ sjá um miđborgina um helgar? Ţar telja menn rétt ađ lögregla sjái um ađ tjónka viđ stjórnlaust fólk sem ćvinlega eru í afar hávađasömum minnihluta. Ţessar hátíđarbullur eru hundleiđinlegar, ég vil mínar hátíđir refjalaust og lögreglu sem hefur stjórn á fólki sem getur ekki stjórnađ sér sjálft af nokkurri skynsemi.


mbl.is Erfiđ nótt á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ţađ hefur veriđ skemmtilegt á tónleikunum.

Vonandi kemst betri stjórn á liđiđ framvegis. Sammála, auđvitađ á löggan ađ sjá um svona lagađ.

Gangi ţér vel í öllu ţínu.

Vilborg Traustadóttir, 15.6.2008 kl. 22:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband