Leita í fréttum mbl.is

Fíflar eru herramannsmatur

Eitt sinn las ég í plöntubók að blóm fífla sé hægt að steikja upp úr hveiti og væru herramannsmatur. Þetta hefur mig lengi langað að prófa en líklega hef ég haft litla trú á fyrirbærinu því árin hafa liðið án þess að ég steikti eitt einasta fífilblóm.

Í gær fórum við María og Henna á Fífilbrekkuhátíð sem haldin var á Hrauni í Öxnadal. Þar afhenti María Jónsóttir textílhönnuður Par-púða, tvo púða innblásnir af kvæðinu Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar. Síðasta ljóðið er eins og hann ritaði með eigin hendi en bakgrunnurinn er himingeimurinn en púðarnir verða á hjónarúmi að Hrauni enda tilheyra þeir ástinni. Þetta er góður staður t.d. fyrir brúðkaupsnótt enda útsýn beint upp á hraundrangann.

Að þessu loknu fórum við í sumarbústaðinn minn þar sem fíflarnir blómstruðu. Við tíndum fífilblóm og blöð ásamt hundasúrum. Fórum síðan heim og ég blandaði saman brauðmylsnu, kryddi og sesamfræjum, velti hundasúrublómunum upp úr eggi með dálitlu vatni og steikti á pönnu. María bjó til salat og Henna bjó til sósu. Þetta varð ótrúleg veislumáltíð, fífilblómin eru afskaplega gómsæt en við vorum ásáttar um að það væri betra að hafa meira af öðru salati með fífilblöðunum þó við hefðum haft þau í vatnsbaði þónokkra stund. Þau eru dálítið sterk.

En steiktir fíflar eru sumsé herramannsmatur sem ég mun örugglega elda aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband