Leita í fréttum mbl.is

Á brauðfótum við Tjörnina?

Það getur ekki verið þægileg staða að sitja í langþráðum borgarstjórastóli með svo lítið fylgi en ef svona heldur áfram sem horfir þá verður stuðningurinn jafnmikill og sá stuðningur sem borgarstjóri fékk í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er rokið út um gluggann og erfitt að sjá hvernig þeir ætla að ná vopnum sínum aftur miðað við vandræðaganginn undanfarið. Allt þetta fólk virðist eiga það sammerkt að eina sem skipti máli sé að sitja sjálfur eða sjálf í borgarstjórastólnum. Stefnumál, samstaða, hvað þá borgarbúar eru algert aukaatriði.

Staðan í Reykjavík segir okkur svart á hvítu að borgarbúar eru ekki til í hvað sem er - og borgarstjórn Reykjavíkur gengur um á brauðfótum við Tjörnina.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lára mín því miður skiptir vilji fólksins ekki nokkru máli milli kosninga, svo þegar kemur að kosningum þá eru allir búnir að gleyma því sem var klúðrað, því miður...

Páll Jóhannesson, 29.2.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það er nú það, sem betur fer eru ekki allir eins.

Lára Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband