Leita í fréttum mbl.is

Úff, þori ekki að kaupa hana

Þetta er hræðilegt, ég er vön að standa í biðröð þetta kvöld þegar ný Harry Potter bók kemur út,  búin að hlakka til lengi, lesa í gegn alla Potter seríuna og alveg tilbúin í nýja bók. Núna er ég hinsvegar alveg föst í ljósmyndanáminu og ekkert pláss fyrir Potter. Ég er gráti nær.

Það góða er að skólinn er búinn 11. ágúst og það fyrsta sem ég geri þá er að kaupa bók, eða þá að kaupa hana og geyma kápuna nálægt tölvunni sem gulrót því þegar ég er búin fæ ég að lesa.


mbl.is Biðin á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Náði mér í eintak,- verð að klára fyrir sumarfríslok!!  Þannig að þú getur bara fengið mitt eintak þann 11. ágúst,- getur fengið kápuna strax

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gætir þú ekki fengið frábærar myndrænar hugmyndir úr Potter, skelltu þér bara á ´ana..... Gangi þér vel við lesturinn...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Sigh þessi skóli heldur mér að vinnu frá 8-9 á morgnana til miðnættis alla daga vikunnar svo það er lítið um laust pláss:-( En spurning að kaupa bókina samt svo hún bíði tilbúin...

Lára Stefánsdóttir, 21.7.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sonur minn var að lesa bókina í dag þegar ég kíkti til hans.  Hann er að fara í próf í vikunni en ekki þó í Harry Potter!!!! Bað hann að lána mér bækurnar í haust en ég hef ekki lesið þær.......

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 21:04

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Sigh, ég hef enga mótstöðu, fór og keypti hana í dag og hef lofað mér að vera dugleg að læra á morgun... nú skal lesið!

Lára Stefánsdóttir, 21.7.2007 kl. 23:39

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég las í alla nótt og nú er bókin búin, frábær bók og gefur hinum ekkert eftir. Þá er bara að rífa sig í verkefni dagsins, ég gat ekki einbeitt mér var alltaf viss um að einhversstaðar rækist ég á hvernig þetta allt færi. Gat ekki hugsað mér það, þurfti að fá að fara í gegnum bókina. Svo NÚ get ég einbeitt mér að lærdómnum;-)

Lára Stefánsdóttir, 22.7.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er ekki alveg inn á þessari Potter línu.... en skil samt alveg.... held ég.

Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 23:15

8 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

hahahha ójá þessi Harry Potter stemming er frábær.

Ég skellti mér að sjálfsögðu inn í Penna, var inni í versluninni þegar klukkan sló ellefu og mannþröngin ætlaði að tryllast, opnuðum svo að fólkið hljóp inn, einhverjir hrösuðu en allir brosandi, endaði með að við hleyptum inn í hollum svo ekki yrðu slys á fólki;)

Sorglegt að þetta sé síðasta bókin, því þó ég sé ekki enn búin að lesa neina þeirra, þá finnst mér stemmingin þegar þær eru að koma út svo skemmtileg, uppáklætt starfsfólk, skreyttar búðir, töfradrykkir með gulum rjóma!! Það fá ekki allar bækur þessa móttökur:)

Gangi þér vel í náminu!!

Valdís Anna Jónsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:12

9 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hvílíkt lán yfir fólki sem á eftir að lesa bækurnar það á eftir skemmtilega tíma. Ég las þær á ensku en náði einhvernvegin ekki tengingu við íslensku útgáfurnar eftir að ég byrjaði á hinu. En fólk verður að hafa gaman að ævintýrum til að njóta þeirra.

Lára Stefánsdóttir, 27.7.2007 kl. 11:40

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lífið er eitt ævintýri.  Takk fyrir diskinn Lára (Lallý).  Ömmustrákarnir mínir segja núna þegar þeir eru í bílnum hjá mér "spilaðu lagið sem vinkona þín syngur"  þar eiga þeir við lagið um berjamó eða Ísabella eins og það heitir.  Það er líka ævintýri að fara í berjamó og frábært að gera svo lag og texta um það........gaman að þessu og lagið er grípandi.  Ég ætla svo að lesa Harry Potter í haust....

Vilborg Traustadóttir, 27.7.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband