Leita í fréttum mbl.is

Þrjú ár???

Ég hef æ meiri áhyggjur af hversu vanmáttugt samkeppniseftirlit er á Íslandi. Niðurstaða sem berst svo löngu síðar er í raun einskis virði og veitir ekki aðhald á markaði. Fyrirtæki vita að það er enginn sem mun geta lagt stein í götu þeirra ef þau vilja hafa rangt við. Til að halda heilbrigðu markaðskerfi þarf að tryggja eftirlit sem veitir í raun aðhald og tryggir að við neytendur búum við heilbrigt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi.
mbl.is Samkeppniseftirlit brást segir fyrrum forsvarsmaður Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála þessu Lára. Sérstaklega þegar er litið til þess að hér er allt sem einhvers virði er að eiga komið á hendur örfárra manna.

Þórir Kjartansson, 31.3.2007 kl. 09:38

2 identicon

Því miður er það ekki bara samkeppniseftirlitið sem er vanmáttugt, það er öll stjórnsýslan. Það er alltof algengt að mörgum fyrirtækjum sé hunsað á kostnað þeirra stærri, vegna pólítískan stuðning.

Vonandi að næstu kostingar, koma það vel út að það sé hægt að gera allsherjarhreingerningu í stjórnsýslunni. EKKI VEITIR AF.

Verið ávallt á varðbergi spillingar.

Íslandsvinur

E (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Björn Davíðsson

Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Við höldum úti dagatali á www.isp.is yfir tvö mál sem eru enn ókláruð frá 2004 og 2005. Eldra málið er komið vel á annað þúsund daga ,,í vinnslu" ...

Björn Davíðsson, 1.4.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Takk fyrir að benda mér á þetta Björn, þetta er hræðilegt að sjá og beinlínis skelfilegt að sjá hversu vanbúin stofnunin er. Hvernig getur ein ríkisstjórn klúðrað jafn mikilvægu máli jafn mikið???

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband