Leita í fréttum mbl.is

Óstjórn hindrar Evruupptöku

Auðvitað eru það algerar ranghugmyndir að hægt sé að taka upp evru hvað þá að það geti leyst nokkur vandamál því vandamálin eru það mikil að við erum ekki evrutæk. Óstjórn í fjármálum þjóðarinnar er þvíumlík að við stöndumst ekki þær kröfur sem gerðar eru fyrir því að nota þennan gjaldmiðil.

Geir misskilur vísvitandi ábendingar formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar hún er að benda á að við ættum að koma fjármálum þjóðarinnar í það stand að það væri mögulegt - ef við vildum það.

Núna stendur okkur ekkert til boða en næg vandamál í fjárreiðum ríkisins sem væri nær fyrir Geir Haarde að snúa sér að í stað þess að vera að geðvonskast yfir ranghugmyndum um Evru. Hans eru ranghugmyndirnar fyrst og fremst, hann trúir því að fjármál ríkisins undir hans stjórn séu í lagi.


mbl.is Geir: Ranghugmyndir að upptaka evru leysi öll vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Umræða, endurtek: umræða, um mögulega upptöku erlends gjaldmidils er því marki brennd að erfitt er að skýra alla enda þess máls. Þess vegna leyfist stjórnmálamönnum stundum að slá um sig með frösum í þeirri vissu að almenningur þekki ekki málið betur.

Reyndar segir Geir vel frá og hefur nokkuð rétt fyrir sér en hann gæti nefnt til fleira, t.d. að upptaka annars gjaldmiðils þarf ALLS EKKI að fela í sér önnur og betri lánakjör á íslenskum fjármálamarkaði að ekki sé nú talað um ójafnvægi í hagsveiflum á milli ESB og Íslands. Hins vegar gæti slík upptaka haft suma aðra kosti í föl með sér, sem ekki vega jafn mikið og ókostirnir að svo komnu máli. Eftir stendur, að við núverandi ástand (að slepptu upphrópunarorðum þínum um fjármál þjóðarinnar) er íslenska krónan besti kosturinn við stjórn efnahagsmála - hvað sem síðar kann að verða.

Mögulegt er að eina geðvonskan hafi því birst í upphrópunarstíl þinna orða.

Kveðja,

Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Okei, ég sem hélt að Ingibjörg Sólrún vildi ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Gott að fá það leiðrétt...

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.3.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband