Leita í fréttum mbl.is

Tugir þúsunda???

Ég þurfti virkilega að staldra við setninguna "Hvert tré er metið á tugi þúsunda króna" og velta fyrir mér hvað stór tré kosta. Þá mundi ég eftir hríslunum sem ég hef verið að setja niður við sumarbústaðinn minn sem kosta nokkra þúsundkalla. Nú er spurning hvort það sé alltaf hægt að setja tré niður aftur en ef menn hafa varðveitt trén með rótarkerfi hjá verktakanum þá er greinilega búið að undirbúa sölu á þeim.

Hver ætli samningur Skógræktarfélagsins hafi verið varðandi þetta mál? Gleymdist kannski að semja um trén eins og málverkin í Landsbankanum forðum?


mbl.is Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hafi rótarkerfið verið varðveitt þá virðist augljóst að það hefur átt að endurnýta þessi tré og fá fyrir þau einhverja hjá ríkari húsbyggjendum sem ekki hafa þolinmæði til að horfa á tré vaxa í tugi ára.

Lára, þú getur treyst því að hér verður þögnin notuð sem vopn til að hylja þennan ósóma eins og svo oft áður.

Haukur Nikulásson, 19.2.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

...einhverja skildinga hjá ríkari húsbyggjendum...

átti þetta að vera.

Haukur Nikulásson, 19.2.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér er eiginlega öllum lokið. Skemmdarverkin og umgengnin var hrikaleg þarna í Heiðmörk. Látum það vera að menn hafi gleymt formsatriðunum þarna og Kópavogur hafi kannski "gleymt" hinu og þessu. En ef þetta er rétt sem er að birtast í þessu máli að menn hafi vísvitandi stolið trjánum sem rifin voru upp hverfur flestum öll samúð eða skilningur. Þetta sem sást í Heiðmörk lýsir fruntaskap og virðingarleysi en ef því hefur fylgt vísvitandi þjófnaður á að útiloka þetta fyrirtæki frá vinnu hjá sveitarfélögum og félagasamtökum sem vinna að náttúruvernd og uppbyggingu.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.2.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband