Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Kópasker, Raufarhöfn - Allir kikna undan flutningskostnaði

Það er mikilvægt að takast á við flutningskostnað og þá ofurskattlagingu sem er á honum. Þetta útspil Sturlu Sjálfstæðisráðherra er ótrúlegt kosningamál því það hefur verið ljóst í fjölmörg ár, um það hafa verið skrifaðar skýrslur og úttektir að landsbyggðin á erfitt með að bjarga sér vegna ofurskatta á flutning. Þetta er ótrúlegt útspil að ætla að reyna að finna eitthvað sérstakt fyrir Vestfirði - það eiga allir á landsbyggðinni í vandræðum.
mbl.is Leitað leiða til að lækka flutningskostnað til Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppileg óheppni

Þeir strákarnir Einar Oddur og Guðjón hafa áreiðanlega ekki ætlað að senda bara karlmönnum þessi bréf. Svona geta menn verið verulega óheppnir á óheppilegum tíma. Hver skyldi hafa verið með þennan algera klaufaskap?
mbl.is Biðst afsökunar á bréfi til bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilborun lausnin?

Göng á miðausturlandi eru gríðarlega mikilvæg og ef við getum heilborað göngin fyrir talsvert lægra verð en kostar að sprengja þá er tækifærið núna til þess að leysa samgöngur á Austurlandi og þar á meðal Seyðisfirði. Það er mikilvægt að horfa til reynslu af heilborun á Kárahnjúkasvæðinu og athuga markvisst hvort ekki sé hægt að nota þá tækni til að leysa samgöngumál fyrir austan.

Þegar ég var á Seyðisfirði ekki alls fyrir löngu þá voru ófrískar konur fastar á heiðinni sem voru á leið frá Egilsstöðum á sjúkrahúsið í Seyðisfirði í mæðraskoðun. Fólk komst ekki til vinnu eða í skóla á Egisstöðum þrátt fyrir að leiðin sé býsna stutt.

Þegar Norræna er síðan að koma til landsins allan veturinn þá er auðvitað mjög hvimleitt ef ferðamenn komast ekki til og frá Seyðisfirði á öruggan hátt.

Vinnumarkaðurinn stækkar talsvert ef Seyðfirðingar komast til Fjarðabyggðar tiltölulega fljótlega en auknar samgöngur fyrir austan eru gríðarlega mikilvægar.


mbl.is 82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi vegna umferðar um Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegur munur

Ég tek undir það með Valgerði að það er erfitt að skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að axla ábyrgð á ríkisstjórnarsamstarfinu heldur einungis Framsóknarflokkurinn. En ekkert skal afskrifa, Halldór Ásgrímsson bar sig svona illa fyrir fjórum árum og fylgið seig upp. Framsóknarflokkurinn hefur fleiri líf en kötturinn og gæti blómstrað á kjördag eins og hann hefur oft gert.
mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukum umferðaröryggi

Það er óskiljanlegt hvernig nokkrum dettur í hug að keyra á 145 km hraða og nauðsynlegt að auka þekkingu ökumanna á hvað það þýðir að aka svo hratt. Spurning er hvort ökumaður sem ekur svo hratt þurfi ekki í lok ökuleyfissviptingar að taka próf upp á nýtt og hljóta sérstaka fræðslu um afleiðingar á svo miklum hraða.
mbl.is Ökumaður mældist á 145 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir óákveðnir ennþá

Svarhlutfallið er ennþá ótrúlega lágt miðað við hversu stutt er í kosningar eða einungis 62%, hverju ætli þetta sæti. Eru menn orðnir vonlausir um að hægt sé að breyta í íslensku samfélagi?

Það gefst tækifæri til þess að sýna hug þjóðarinnar á laugardaginn, höfum kjark til að breyta í stjórn sem hugsar um fólk.


Margir óákveðnir ennþá

Svarhlutfallið er ennþá ótrúlega langt miðað við hversu stutt er í kosningar eða einungis 62%, hverju ætli þetta sæti. Eru menn orðnir vonlausir um að hægt sé að breyta í íslensku samfélagi?

Það gefst tækifæri til þess að sýna hug þjóðarinnar á laugardaginn, höfum kjark til að breyta í stjórn sem hugsar um fólk.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki næstu 4 ár

Rétt er það að Greið leið sagðist ekkert verið hætti við en fulltrúar hennar sögðu skýrt að miðað við nýsamþykkta samgönguáætlun þá verði ekki hægt að ganga til verksins. Ekkert hefur breyst í því sambandi og einungis útúrsnúningur að láta málið snúast um hvort Greið leið er hætt að nenna að standa í málinu eða ekki. Ég þekki þá stjórnarmenn þar illa ef þeir gefast upp, en sú samgönguáætlun sem er í gildi er ekki með nægan hlut ríkisins í pottinum til þess að standa undir þeirra hlut.

Svo veit ég ekki betur en að Greið leið hafi verið að reyna að ná eyrum samgönguráðherra í a.m.k. 4 ár svo eitthvað hefur heyrnin lagast nú viku fyrir kosningar ef hann heyrir allt í einu betur í þeim.

En hvað um það, Greið leið á þakkir skildar fyrir að standa í málinu - auðvitað gefast þeir ekki upp enda skal þetta nást í gegn fyrr en síðar.


mbl.is Undirbúningur að gerð jarðganga ekki stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var ekki ég...

Undarlegt er að sjá hvernig þetta mál þróast þegar samgönguráðherra stendur og bendir í hinar og þessar áttir út af þessu máli og fleirum og kennir öðrum um allt sem aflaga fer í starfi hans. Nú er búið að kenna vélsmiðjunni um, næst Grímseyingum og spurning hver verður næstur. Kannski verður þetta mál allt líka Samfylkingunni að kenna eins og ábending um að það séu ekki nægir peningar fyrir þeim í samgönguáætlun - ráðherrann ákvað upphæðirnar sem duga ekki - ekki Samfylkingin. Sturla Böðvarsson er greinilega ekki með hlutina alveg undir stjórn þessa dagana þetta ætti hann þó að vita.
mbl.is Tillaga um að Ríkisendurskoðun skoði útboð vegna Grímseyjarferju felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingarslys

Ég fann fyrir samúð með Framsóknarflokknum þegar ég fór að skoða N4 Extra og þegar ég opna fyrstu opnuna þá hefur blaðið gert þau mistök að í stað stórrar myndar af Jóni Sigurðssyni og yfirskriftinni Árangur áfram þá er komin auglýsing frá Adam og Evu. Á þeirri hægri er síðan bandstrik og "ekkert stopp". Þetta er afar sérkennilegt að sjá fatalitlar stúlkur á vinstri síðu og síðan ekkert stopp á þeirri hægri með mynd af frambjóðendum Framsóknarflokksins.

Það getur ekki verið auðvelt að vera setjari hjá N4 Extra núna og afar leiðinlegt fyrir frambjóðendur að þurfa að lenda í þessu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband