Leita í fréttum mbl.is

Má lögsækja foreldra?

Nú er spurning hvort ekki fari að verða grundvöllur fyrir því að börn lögsæki foreldra sína fyrir að skila til þeirra gölluðum erfðaefnum. Foreldri sem er af einhverri þeirri ætt sem ekki hefur sín gen 100% hrein getur þar af leiðandi þurft að punga út fyrir þá ósvinnu að hafa farið út í barneignir með gallað erfðaefni. Hjón gætu þurft að láta kanna erfðaefnin og síðan ef annar aðilinn er ekki með algerlega hreint og gallalaust erfðaefni þá þurfi að versla sér egg eða sæði úr gallalausum einstaklingi.

Svo fer að verða spurning hvað er gallalaust.


mbl.is Í mál vegna gallaðra sæðisfruma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski óviðeigandi að hlæja en get ekki annað

Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 18:11

2 identicon

Það er ekkert verið að tala um það. Sæðisbankanum ber skylda til að rannsaka sæðisgjafa með tilliti til erfðasjúkdóma.


Nú þjáist stelpan af sjúkdómi sem hún erfði frá sæðisgjafanum og því augljóst að sæðisbankinn gerði ekki það sem hann átti að gera og því alveg sjálfsagt að hann sé gerður ábyrgur.

Hér eru nokkur atriði sem gætu komið fram í einstaklingi með þetta heilkenni:

A syndrome comprising X-linked mental retardation in children with macroorchidism, prognathism, hypotonia and autism, and a characteristic but variable facies. Appears in boys (homozygous in the first year of life). In puberty there is pronounced growth of testes. abnormal speech pattern, large ears, long face, high-arched palate, and malocclusion. Additional abnormalities may include lordosis, heart defect, pectus excavatum, flat feet, shortening of the tubular bones of the hands, and joint laxity. Heterozygous females have a broad range of dysfunctions.

Þetta gen var fundið 1991, mörgum árum áður en að þessi stelpa kom undir og því ætti eðlileg krafa að athugað sé hvort að einstaklingur sem gefur sæði sé ekki með þetta galllaða gen!

Elín (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Einhvers misskilnings gætir hér Elín, ég gerði hvergi athugasemdir við málaferlin. Ég hinsvegar velti fyrir mér í mínu innleggi hvort málin myndu þróast í þá átt að þeir sem  hafi gölluð gen hafi óyggjandi rétt á því að skapa nýja einstaklinga sem gætu erft það gen. Ég hef nokkrum sinnum velt því fyrir mér sérstaklega eftir að ég áttaði mig á því að lífeyrissjóðir hafa skoðanir á því hverjir teljist fullgildir félagar hjá þeim eftir því hvort viðkomandi hafi haft sjúkdóma sem byggjast á genum meðal annars.

Gallað fólk hefur til dæmis ekki sama rétt í íslenskum lífeyrissjóðum og ógallað fólk.

Lára Stefánsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband