Leita í fréttum mbl.is

Framboð

Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja Samfylkingin telur góða kandídata. Ég gerði upp strax á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar og sagði frá því á fundi hér á Akureyri að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram aftur. Í aðdraganda síðustu kosninga var ég búin að ákveða að breyta um viðfangsefni búin að vinna við tölvur með einum eða öðrum hætti í nær 30 ár. Því langaði mig að spreyta mig á þingstörfum og bauð mig fram en mitt B plan var að fara í meistaranám (MFA) í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Francisco. Ég hóf námið strax í júní eftir kosningar og nýt námsins til hins ítrasta.

Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.

Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er dálítið "umhugsunarvert" að vinnubrögðin á þingi skuli hafa það mikil áhrif á "þingmann" að hann, hugsanlega þeirra vegna gefi ekki kost á sér aftur.

Ætli verði einhver "núverandi þingmaður", sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum, til í að fræða þjóðina um "vinnubrögð alþingis" svo sem eins og síðustu 10 til 12 árin.

Ég hugsa að sú "fræðsla" gæti hjálpað ýmsum að velja "rétta þingmanninn" fyrir ókomin ár.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Mér þykir leitt að þú lesir innlegg mitt svona, það var ekki raunin. Ég fór í framboð aftur eftir þá reynslu og fannst mjög gaman á þingi en hef bara reynslu af stjórnarandstöðuþingmennsku.

Mér finnst hinsvegar tölvuvert skemmtilegra að vera úti í náttúrunni með myndavélina, ég er að verja lokaverkefni og ljúka námi í vor. Ég hef verið að mynda öflun, flutning og geymslu á jarðhitaorku. Mér finnst ekki skynsamlegt eftir að leggja svona hart að mér við nám við eitthvað sem gefur mér svona mikið að fara og gera eitthvað allt annað ef ég kemst hjá því.

Eftir vorið verð ég með MFA gráðuna í ljósmyndun og M.Ed. master í menntunarfræðum og það væri gaman að kenna ljósmyndun sem því miður er ekki kennd á háskólastigi hér á landi sem listgrein eins og í þeim skóla sem ég er í.

Vinir mínir benda mér hinsvegar á að strangt til tekið verði ég komin með fimm háskólapróf og fái ekki einu sinni vinnu á bensínstöð sem þó tókst fyrir mann á "Næturvaktinni";-)

Lára Stefánsdóttir, 29.1.2009 kl. 14:33

3 identicon

Þarf að kíkja í kaffi bráðlega og fá leiðbeiningar um pólitík hér í norð-austur Nýlega búin að átta mig á að ég bý ekki lengur í norð-vestur þar sem ég þekki hverja "þúfu"

Flottar myndir hjá þér!!

kv, Valgerður

Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband