Leita í fréttum mbl.is

Ekki þjóðin, ekki lýðræði, bara ofbeldi

Ofbeldishneigt fólk fékk í dag útrás með því að eyðileggja eignir Stöðvar 2 og Hótel Borgar. Í fjárhagskreppu sér fólk af þessu tagi ekki annað ákjósanlegra en að auka á vanda samfélagsins með skemmdarverkum. Einnig hindruðu þeir lýðræðislega umræðu og þá von okkar hinna að fá upplýsingar um hvað er á döfinni og hvernig verður unnið eftir þau uppgjör sem fara fram hjá a.m.k. tveimur stjórnmálaflokkum í janúar.

Minna má á að margir hafa reynt að leysa þjóðfélagsvanda með ofbeldi víða um heim. Það hefur ekki virkað. Friðsamleg mótmæli hafa hinsvegar skilað árangri.

Þessi mótmæli nú eiga ekkert skylt við friðsamleg mótmæli undanfarið og ég frábið mér að grímuklæddir ofbeldismenn kenni sig við íslenska þjóð. Þeir eru einungis ofbeldishneigðir einstaklingar. Punktur og basta.

 


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<Finnst þér þetta mikið,við hverju mátti búast. peningar gamalmenna barna og okkar hinna bara millifærðir yfir á reikninga sem síðan var bara stolið,hurfu út í bláinn.....................Enginn hinna seku færðir heim í böndum,enginn.!!  Það á  að gera upptækar allar eigur þeirra,selja og færa okkur heim,borga amk uppí það sem stolið var.

Fólki er sagt upp vinnu,vöruverð hækkar,fólk getur ekki staðið í skilum,við hverju er búist.

Á komandi vetri verða róstur,ergelsi og vandræði mikil.

Við skulum bara bíða og sjá til.

Margrét S (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það er ekkert réttlátt við það sem hefur gerst. Það réttlætir þó engan vegin eða gefur nokkrum heimild til að eyðileggja eignir fólks. Það hjálpar engum, breytir engu heldur eykur einungis á vandann sem er nægur fyrir.

Öll þjóðin, einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hluti þess fólks hefur ákveðið að eyðileggja meira. Það vinnur fólk á Hótel Borg og hjá Stöð 2 sem nú hafa tapað eignum sem síðan getur einmitt haft þau áhrif að fleiri missa vinnuna. Er það lausn?

Lára Stefánsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:17

3 identicon

Sammála þér Lára &#150; og svo má bæta því við að

Forsetaembættið og fjölmiðlarnir sem veita grímuklæddum hryðjuverkamönnum opinber viðtöl ættu að skammast sín.

 

Ég segi hryðjuverkamönnum, þar sem greinilega hefur sést í sjónvarpsfréttum  að grímuklæddir menn, eða konur kasta eggjum og öðru lauslegu í Alþingishús og lögreglu, og nú á fjölmiðla með skemmdarverkum, auk þess að standa að mörgum skemmdarverkum í hinum svokölluðu mótmælum, þar sem hluti þeirra sem mest hafa sig í frammi í nafni mótmæla, eru ekki marktækir frekar en óhróður um menn og málefni, sem sambærilegt fólk skrifar undir dulnefni, þar sem þeir undir niðri í flestum tilfellum skammast sín fyrir það sem þeir standa fyrir, það er ofbeldi, því þeir geta ekki staðið við orð sín. Þessir sem þarna koma fram og þora ekki að standa við hegðun sína ættu einnig að skammast sín.


Svo er það spurningin ! Er ekki ólöglegt að villa á sér heimildir? Ekki hvað síst þegar önnur lögbrot eru unnin samhliða.

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 23:13

4 identicon

Er algerlega sammála þér Lára, engi lausn felst í því að beita ofbeldi.  Það er sko algerlega búið að sýna sig hver árangurinn með þessu ofbeldi er, það fer í hringi, og nú eru mestu ofbeldisseggirnir farnir að fá ofbeldi sitt í hausinn aftur, eins og þessi kona sem er með nornabúðina.....ofbeldi leiðir af sér ofbeldi....endalaus hringrás.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Kristján Logason

Kæra vinkona

Nú verð ég að vera ósammála þér með lýðræðislega umræðu og finnst sem alla hugsandi menn sem ekki setja spurningarmerki við froðusnakk í boði Alkónga  setji niður

Kristján Logason, 3.1.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband