Leita í fréttum mbl.is

Frelsi:= Eignir_þjóðar + Lán_þjóðarábyrg + Einkagróði

Frelsi hefur einhvernvegin misst gildi sitt í orðabókinni minni. Einkaframtakið sem átti að vera svo miklu betur í stakk búið til að stunda rekstur en þjóðin hefur fengið frelsi til að athafna sig svo um munar. Sumir fengu eignir þjóðarinnar, banka, fisk og margt fleira. Síðan gátu þeir tekið lán og gert þjóðina ábyrga fyrir þeim. Einkagróðann fengu þeir í eigin vasa og borguðu lægri skatta af honum en alþýða manna með eigin vinnu. Rökin, jú þá myndu þeir búa til meiri vinnu fyrir fólk sem borgaði síðan hærri skatta.

Í mínum huga þá virðist það eina sem var einkavætt væri gróði sem varð til eftir handónýtum leikreglum hagfræði sem hefur beðið skipbrot. Þegar á reyndi þá var þjóðin meira og minna ábyrg fyrir skuldunum, missti eignirnar, græddi lítið og tapaði miklu.

Einkaframtakið fór harla illa með frelsi sitt og hefur hneppt þjóðina í ánauð. Þetta er líklega frelsi einstaklingsins til að setja þjóðina í ánauð. Er það frelsi? Hver varð frjáls? Það eina sem var í raun einkavætt var tímabundinn gróði í vasa fárra einstaklinga.


mbl.is Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband