Leita í fréttum mbl.is

Almannavarnir í molum?

Í júní s.l. staðfesti Alþingi lög um almannavarnir í landinu. Oftast hafa menn tengt þessi lög við náttúruhamfarir af ýmsu tagi en fyrst og fremst snúa þau að almannaheillum.  

Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Nú er ljóst að þeir erfiðleikar sem ganga yfir landið eru af mannavöldum hvaða manna sem um ræðir og því ljóst að þessi lög ættu að virka. Síðast þegar ég vissi hafði almannavarna- og öryggisráð þjóðarinnar ekki hist eða rætt hvernig ætti að vinna með það ástand sem nú er uppi. Ljóst er að í ráðinu eru fjöldi ráðamanna sem gætu stillt saman strengi og nýtt sameiginlega krafta til að vinna betur með heildstæð viðbrögð vegna þeirra verkefna sem þarf að vinna þessa dagana.

Eittdæmi er verkefnið um hver fær fyrstur gjaldeyri þegar lítill gjaldeyrir er fyrir hendi. Eru það sjúkrahús til að geta sinnt lækningum, eigum við þá að láta allar lækningar ganga fyrir öllu öðru? Hvað með fjármagn til að viðhalda stoðkerfum þjóðarinnar s.s. vegakerfi, fjarskiptum, viðskiptum banka, eða mat?

Er það virkilega svo að starfsmenn Seðlabanka Íslands þykja svo afburða góðir að þeir einir geti metið forgang á hvernig gjaldeyrir er notaður og að almannavarnir séu ekki til í landinu né sé talin ástæða til þess að vera að sinna þeim þessa dagana? Hver sér um samræmdar aðgerðir sem snúa að almannaheillum? Eru ráðherrar að slást sín á milli við starfsmenn Seðlabanka um hvað kemur inn í landið?

Hver samræmir aðgerðir varðandi áfallahjálp? Er það bara fyrirbæri sem menn telja að hægt sé að nota þegar þjóðin verður fyrir náttúruhamförum? Er áfallið minna eða meira hvort heldur þú missir heimili þitt og eigur í jarðskjálfta eða vegna fjármálahamfara?

Þarf þjóðin enga samræmda áætlun í fjármálahamförum? Eða eru almannavarnir þjóðarinnar í molum eftir ný lög?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búinn að vísa í þetta blogg. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband