Leita í fréttum mbl.is

Skólauppreisn: Allir út ađ trimma

Ţegar ég var í Álftamýrarskóla sem barn varđ uppreisn í grunnskólum Reykjavíkur. Einhverra hluta vegna byrjuđu nemendur í skólum austast í borginni ađ rjúka út úr skólanum ađ nćsta grunnskóla og sátu ţar og kyrjuđu "Allir út ađ trimma" ţar til nemendur ţess skóla ruku út. Kennarar og skólastjórnendur reyndu ađ stöđva sína nemendur viđ dyr og glugga en allt kom fyrir ekki nemendur struku úr skólanum og fóru í liđ međ hinum ađ nćsta grunnskóla. Ţar var hrópađ "Allir út ađ trimma" ţar til bćttist í hópinn. Ég gleymi aldrei starfsmönnum Álftamýrarskóla sem reyndu allt hvađ ţeir gátu ađ halda börnunum inni, stóđu í dyrunum en krakkarnir skriđu milli fótanna á ţeim og til hliđar viđ ţau. Líklega var síđan best ađ vera ekki í vegi fyrir ţessari stórkostlegu skólauppreisn. Svo kom mynd í Mogganum - alveg ný upplifun ađ taka ţátt í fréttnćmum atburđi.

Mig minnir ađ hópurinn hafi síđan marserađ niđur Laugaveg en allavega endađi hópurinn á Austurvelli og stóđ ţar hrópandi fyrir utan Alţingishúsiđ "Allir út ađ trimma".

Ég man ađ á ţessum tíma var átak í gangi til ađ fá fólk til ađ hreyfa sig, sögnin "ađ trimma" var nýkomin til sögunnar.

Ég er ađ lesa um Bakhtin og um karnival í samfélögum og ţá minntist ég ţessarar stóruppreisnar sem ég tók ţátt í. Ég vissi ekki ţá og ekki enn hver tilgangurinn međ ţessu var en ţađ var óskaplega skemmtilegt. Brjóta af sér reglur og venjur skólans, strjúka og vera í hópi annarra sem skemmtu sér og hrópuđu algerlega hugsunarlaust ţetta slagorđ "allir út ađ trimma".

Ég hef ekki hitt neinn lengi sem man eftir ţessu og engan sem veit hvernig á ţessu stóđ yfir höfuđ en ég vildi gjarnan heyra í öđrum sem gengu ţessa baráttugöngu fyrir frelsinu til ađ hreyfa sig;-)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara spyrja mig. Ţađ var Ţórhallur Sveinsson (bróđir sandgrćđslustjóra) sem kom ţessu á. Ţá var hann líkt og ég kornungur fátćkur kennari, ég í Ármúlaskóla. Nú erum viđ bara...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 10.4.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Í hvađa skóla var Ţórhallur, bara forvitni til ađ vita hvar ţetta var. Og veistu hvađ drengnum gekk til međ ţessu?

Lára Stefánsdóttir, 10.4.2008 kl. 20:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband