Leita í fréttum mbl.is

23 kíló með ráðgjöfunum

Ég missti 23 kíló með því að fara eftir aðferð viktarráðgjafanna sem kemur upphaflega frá Danmörku. En það þarf að huga að mataræðinu alltaf og þegar vinnan keyrði úr hófi og hvað þá þegar ég fór í framboð þá þýddi ekkert að biðja um sín 300 grömm af grænmeti og borða reglulega góðan mat. Því hefur bæst á mig aftur en mestu skiptir að nú þekki ég aðferðina og strax og um hægist hlakka ég til að fara að borða þennan góða mat aftur og snikka kílóin sem eru búin að stelast á mig í burtu. En ég verð að viðurkenna að það er erfitt að passa upp á mat og hreyfingu í kosningabaráttunni sem undanfarið hefur farið í mikinn akstur um kjördæmið og opna kosningaskrifstofur ásamt því að hitta góða félaga sem vilja gera vel við mann í mat og drykk.

Það væri gaman að sjá sambærilegt Lego átak hér á landi því það er virkilega fróðlegt og eftirsóknarvert að læra af viktarráðgjöfunum, maturinn er gómsætur og margar uppskriftirnar frábærar.


mbl.is 2,3 tonn farin með hjálp lego-kubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband