Leita í fréttum mbl.is

Jómfrúarræðan mín

Jómfrúarræðan mín á Alþingi fjallaði einmitt um 3. kynslóð farsíma á sínum tíma. Renndi yfir hana og er alveg sammála mér frá því fyrir þremur árum. Það er galli á lögunum að einungis eigi að senda til 60% íbúa á ákveðnum landsvæðum. Á mínu svæði þ.e. Norðurlandi eystra og Austurlandi (undarlegt að nota ekki bara kjördæmið) er hægt að ná 60% dekkun á tiltölulega afmörkuðu svæði. Í raun búa um 60% íbúanna við Eyjafjörð og því hægt að dekka hann en ekki skipta sér af öðrum. Ég hef því miður ekki skoðað útboðsreglurnar sjálfar og veit því ekki hvort þarna var hert meira á til að tryggja betri dreifingu. Það hefði verið allt í lagi að setja þrep þ.e. að fyrir ákveðinn tíma væri hlutfallið 60% en síðan gera kröfur um aukningu.

Hvað um það, þá er það mjög spennandi að fá þá tækni sem felst í 3. kynslóðinni og verður gaman að sjá hver þróunin verður. Sérstaklega hvaða efnisveitur munu skjóta upp kollinum og hvaða efni þær dreifa því með þessari tækni verður hægt að senda talsvert fyrirferðarmeira efn en áður var t.d. myndbönd, tónlist og fleira. Tækniþróun er alltaf spennandi og því eru skemmtilegir tímar framundan á þessu sviði.


mbl.is Síminn kominn með tíðniheimild fyrir þriðju kynslóð farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband